Heimsmálin: Veröldin er stödd á hverfandi hveli

Gústaf SkúlasonErlent, HeimsmálinLeave a Comment

Heimsmálin 20. þáttur var tekinn upp í dag. Margrét Friðriksdóttir var nýkomin heim eftir ferðalag til Egyptalands. Í þætti dagsins var farið yfir stöðuna vegna frétta um aukaverkanir Covid-19 bóluefna en stöðugt bætast við nýjar staðreyndir og sannanir um hrikaleg áhrif bóluefnanna. Andrew Bridgen þingmaður utan flokka á Bretlands þingi sem er Margréti Friðriksdóttur að góðu kunnur, þar sem hún tók viðtal við hann áður, segir að bóluefnið hafi drepið fleiri en helförin gerði. Gústaf Skúlason sagði frá miklum gögnum Kanadastjórnar um hrikalegar afleiðingar bóluefnisins á æxlunarfæri bæði karla og kvenna og Margrét ræddi um svo kallað túrbó krabbamein. Covid-bóluefnin skilja eftir sig ljóta slóð, örkumlun og dauða og enginn veit í raun hver endanleg útkoma þessarar tilraunar með mannskepnuna verður. Sem betur fer eru stjórnmálin loksins að ranka við sér eins og repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum sem samþykkt hefur bann við mRNA sprautum og skilgreinir „bóluefnið“ sem sýkla- og tæknivopn! Ekki furða þótt ESB-þingkonan Christine Anderson telji að um sé að ræða „stærsta glæp gegn mannkyni.“

Vesturlönd stigmagna Úkraínustríðið

Útlitið er kolsvart fyrir Úkraínu og sumir spá því að Úkraína gefist upp innan hálfs árs. En það er of snemmt að taka út stríðslokin, því fulltrúar Vesturlanda gera allt til að halda stríðinu gangandi „hvað sem það kostar.“ Breytt stefna hefur orðið frá því sem áður var, að sagt var að ekki skyldi senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu og að öll vopn yrðu notuð til að verja landið. Núna hvetur David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Úkraín til að nota vopn Breta til að gera árásir á Rússland. Pentagon upplýsti nýlega að búið væri að senda langdrægar skotflaugar til Úkraínu sem ná 300 km inn í Rússland. Nató og Vesturlönd virðast staðráðin í að bjóða kjarnorkuhættunni heim sem hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allt líf í Evrópu og í heiminum. Stríðið heldur því áfram og óábyrgir forystumenn Vesturlanda reyna áfram að opna pandóruöskju helvítis.

Endurræsingin mikla er hér

Hlustað var á boðskap Eva Vlaardingerbroek, þegar hún lýsti hvernig Hollendingar eru komnir í minnihluta í hverri borginni á fætur annarri í eigin landi. Verið er að skipta út innfæddum með aðfluttum innflytjendum sem flestir koma frá löndum fyrir utan Evrópu eins og t.d. Afríku og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Íslenskir stjórnmálamenn vilja ekki vera lélegri klunnar en kollegarnir á meginlandinu og fylgja þétt í kjölfarið. Greinilega verða kristnir að fara að ljá kærleikanum eyru sín og gerast guðs hermenn til að snúa þróuninni við.

5. maí bættist myndskeið með þættinum sem sjá má hér að neðan. Hljóðritun er þar fyrir neðan:

 

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn.

Skildu eftir skilaboð