Elon Musk kom Donald Trump fyrrverandi forseta til varnar í kjölfar MSNBC viðtals við Hollywoodleikarann fræga Robert De Niro.
Robert De Nero líkir Trump við Hitler
Í viðtali Stephanie Ruhle við hinn 80 ára gamla leikara þá líkir Robert De Niro Trump við Hitler. Athafnamaðurinn Elon Musk var fljótur til að mótmæla slíkum áróðri með því einfaldlega að vísa til 4 ára valdatímabils Donald Trumps í Bandaríkjunum:
„Trump var reyndar forseti í 4 ár og stefna hans líktist í engu stefnu Hitlers, svo þetta passar engan vegin. Reyndar náði hann töluverðum árangri með Abrahamssáttmálanum í átt að friði í Miðausturlöndum, sem var örugglega ekki ofarlega á dagskrá Hitlers.“
De Niro þjáist af alvarlegu Trump heilkenni „Trump Derangement Syndrome, TDS.“ De Niro segir Trump hafi stórhættulegan eiginleika sem einungis eru á færi alræmdustu einræðisherra eins og Hitlers. De Nero óttast að endurkjör Donald Trumps muni leiða til ringulreiðar í Bandaríkjunum eins og varð í Þýskalandi nasista.
Brot úr viðtalinu
Stephanie Ruhle: – Á síðustu átta árum höfum við heyrt þig tala um fyrrverandi forseta. Þú hefur kallað hann svindlara og svikara….og sagt að hann hafi komist upp með það í mörg ár.
Robert De Niro: Hann er veikur. Hann er í raun og veru sjúk manneskja sem hefur á einhvern hátt verið hleypt inn í kerfið okkar. Ég er ekki að kalla hann… ég er þreyttur á að kalla hann nöfnum. Hann á bara hvergi að vera nálægt skrifstofu forsetaembættisins……
Stephanie Ruhle: Hvað viltu segja við þá sem segja að þeir kunni ekki við Trump en ætli samt að kjósa hann? Hvað viltu segja við þá?
Robert De Niro: Ég held ekki að þeir skilji þetta. Ég held ekki að þeir skilji hversu hættulegt það verður, Guð forði okkur frá því, að hann verði forseti. Ég held að þeir skilji það ekki. Sögulega séð, eftir því sem ég sé, jafnvel í Þýskalandi nasista, voru þeir á sama hátt með Hitler. Þeir tóku hann ekki alvarlega. Hann lítur út eins og trúður, hagar sér eins og trúður. Mussolini eitthvað…Gaurinn er skrímsli. Hann hefur rangt fyrir sér. Það er næstum eins og hann vilji gera hræðilegustu hluti sem honum dettur í hug til að egna okkur. Ég veit ekki hvað það er, en hann hefur verið að gera það og gerir það og það er jafnvel skelfilegt. Afsakaðu frönskuna mína.
Hér að neðan má sjá færslu Musks á X og þar fyrir neðan viðtal Stephanie Ruhle við Robert De Niro: