Halla Hrund og Ástþór

frettinInnlent, Kosningar, Páll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Halla Hrund rak eigin utanríkisstefnu sem orkumálastjóri, gerði milliríkjasamning við argentínska vinukonu sína. Önnur vinkona Höllu Hrundar var í vinnu hjá henni á Orkustofnun samtímis sem hún undirbjó forsetaframboðið.

Halla Hrund sýnir sömu framtakssemi og eilífðarforsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon.  Helsti munurinn er að viðskiptasnilld Ástþórs er á markaðstorginu en Halla Hrund sýslar með opinbert fé. Hér kemur kynslóðabilið til sögunnar. Kynslóðin sem Ástþór tilheyrir fékk ekki allt upp í hendurnar. Í gamla daga var opinbert fé ætlað í almannaþágu, ekki einkaflipp.

Ástþór ætlar að virkja Bessastaði í þágu heimsfriðar; Halla Hrund virkjar í Argentínu í þágu vinkonu. Talandinn er áþekkur, orðasalat án merkingar er borið fram af djúpri einlægni. Með einlæga sannfæringu eitt vopna er blokkaríbúð og einbýlishús sami hluturinn, Harvard og íslenska hálendið fá samnefnara í lopapeysunni.

Sérstakar manneskjur báðar tvær, Halla Hrund og Ástþór. Lukkuriddarar tveggja kynslóða.

Skildu eftir skilaboð