44 öldungadeildarþingmenn skora á Biden að hafna framsali á fullveldi Bandaríkjanna til WHO

Gústaf SkúlasonCOVID-19, Erlent, WHOLeave a Comment

Maí 27. maí – 1. júní 2024 munu alþjóða elítan og heimsleiðtogar alls staðar að frá Vesturlöndum koma saman í Genf í Sviss fyrir 77. Alþjóðaheilbrigðisþing WHO (WHA).

Fullveldi aðildarríkja í heilbrigðismálum afnumið – WHO fær alræðisvald að ákveða hvað sé heimsfaraldur

Þátttakendur frá öllum 194 aðildarlöndum WHO eiga að greiða atkvæði um meiriháttar breytingar á alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni sem mun í raun svipta öllu valdi af fullvalda ríkjum og flytja til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO þegar heimsfaraldur kemur upp.

Ef breytingarnar verða samþykktar í þessum mánuði mun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin einnig fá alræðisvald til að ákveða hvað telst vera heimsfaraldur.

Eins og við höfum séð að undanförnu, þá telst nánast allt sem „tilvistarógn við lýðheilsuna,“ þar á meðal en ekki takmarkað við, falsupplýsingar, foreldrar sem mótmæla skólanefndum, málfrelsi og – auðvitað – kynþáttafordómar. Sú staðreynd að WHO er á þröskuldi þessa ótakmarkaðs valds til að ákveða þessar ráðstafanir ætti að hræða allan heiminn.

Stafrænir fjötrar alræðisstjórnunar alheims

Það sem meira er, breytingarnar fela einnig í sér áætlun um skyldubundið og alhliða kerfi bóluvegabréfa sem verður undir eftirliti WHO. WHO hefur þegar gert samning við þýska fyrirtæki „T-Systems“ um að þróa tæknina.

Einnig má minna á, að þann 1. júlí 2023 tók WHO upp kerfi ESB um stafræna Covid-19 vottun. Verið er að koma á alþjóðlegu kerfi sem:

„mun hjálpa til við að vernda borgara um allan heim gegn viðvarandi og framtíðar heilsuógnum, þar með talið heimsfaraldri.“

Þetta er fyrsta byggingareiningin í alþjóðlegu stafrænu heilbrigðisvottunarkerfi „Global Digital Health Certification Network“ sem mun byggja upp kerfi um heilbrigðisstöðu allra jarðarbúa sem fullyrt er að „skili betri heilsu fyrir alla.“

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vinnur að uppbyggingu kerfisins á heimsvísu er samræminga Covid-19 heilsugagna það fyrsta sem tekið er í notkun.

Sameiginleg yfirlýsing WHO og T-systems

Frá sameiginlegri tilkynningu WHO og T-Systems:

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mun auðvelda aðildarríkjum sínum að taka upp stafræn bólusetningarvottorð í framtíðinni. WHO er að setja upp gátt í þessu skyni þar sem hægt er að athuga QR kóða á rafrænum bólusetningarvottorðum yfir landamæri.“

„Þessu er ætlað að þjóna sem staðlaðri aðferð fyrir aðrar bólusetningar eins og mænusótt eða gulu eftir Covid-19. WHO hefur valið T-Systems sem samstarfsaðila iðnaðarins til að þróa vottunarþjónustu við bólusetningar.“

44 öldungardeildarþingmenn repúblikana hafa sent Bandaríkjaforseta áskorun um að vísa breytingartillögum WHO frá

WHO er alþjóðleg og óábyrg stofnun með ókjörnum fulltrúum sem stendur nákvæmlega á sama um einstaklingsfrelsi. Stofnunin er í höndum Tedros Adhanom Ghebreyesus, sem ítrekað hefur sett fram beinar lygar og fyrirskipað lamandi takmarkanir vegna Covid-19.

Núna hafa 44 öldungadeildarþingmenn repúblikana sent sterklega orðað bréf til Joe Biden, Bandaríkjaforseta, þar sem þeir hvetja hann til að hafna tveimur væntanlegum alþjóðlegum samningum sem verða á borðinu á þingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf síðar í mánuðinum.

Öldungadeildarþingmaðurinn ron Johnson

Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson skrifar á X (sjá að neðan):

„Tveir alþjóðlegir samningar eru til meðferðar á þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í þessum mánuði, sem afsala fullveldi Bandaríkjanna í hendur WHO. Biden ætti að hafna þeim eða að minnsta kosti leggja fram samkomulag fyrir öldungadeildina sem sáttmála. Allir repúblikanar í öldungadeildinni hafa skrifað undir bréf mitt til Biden þar sem þess er krafist.“

Gagnrýna meðhöndlun WHO á Covid-19

Í sameiginlegri yfirlýsingu sinni gagnrýndu öldungadeildarþingmennirnir meðhöndlun WHO á Covid-19 heimsfaraldrinum sem þeir kölluðu algjör og fyrirsjáanleg mistök sem ollu landinu verulegu tjóni. Þeir staðfesta, að Bandaríkin verði að krefjast víðtækra umbóta á WHO, áður en breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni (IHR) verði íhugaðar eða að taka eigi þátt í samningaviðræðum sem leiða til aukins valds stofnunarinnar.

Í bréfinu segir (í lauslegri þýðingu):

– Í næsta mánuði, á sjötugasta og sjöunda Alþjóðaheilbrigðisþingi „World Health Assembly, WHA“ er gert ráð fyrir að stjórn þín skuldbindi Bandaríkin til tveggja alþjóðlegra samninga sem heimila Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, að lýsa yfir neyðarástandi á sviði alþjóðlegrar lýðheilsu og auka vald WHO yfir aðildarríkjunum í slíkum neyðartilvikum. Þetta er óviðunandi.

Fyrst alhliða umbætur á WHO

– Mistök Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í COVID-19 heimsfaraldrinum voru eins fullkomin og þau voru fyrirsjáanleg og ollu landi okkar varanlegu tjóni. Bandaríkin hafa ekki efni á að hunsa þessa nýjustu vangetu WHO til að sinna grunnhlutverki sínu og verða að krefjast alhliða umbóta á WHO áður en teknar verða til greina þær breytingar á alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) eða nýjum heimsfaraldurssáttmála sem auka völd WHO. Við höfum verulegar áhyggjur af því, að stjórn þín haldi áfram að styðja þessar tillögur og hvetjum þig eindregið til að breyta um stefnu.

WHO brýtur 4 mánaða fyrirvara til að fara yfir breytingartillögur

– Í 55. grein IHR er þess krafist, að texti allra breytingatillaga á IHR sé sendur aðildarríkjum að minnsta kosti fjórum mánuðum fyrir þingið, sem taka á þær fyrir.  Þar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur enn ekki veitt aðildarríkjum endanlegan breytingatexta, leggjum við til, að breytingar á IHR verði vísað frá á þingi WHO síðar í mánuðinum. Sumar af yfir 300 breytingartillögum frá aðildarríkjunum myndu verulega auka neyðarrétt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði heilbrigðismála og fela í sér óþolandi brot á fullveldi Bandaríkjanna. Sem slíkt er nauðsynlegt, að WHO fylgi fjögurra mánaða umsagnarfresti til að gefa aðildarríkjum tíma til að tryggja að engin ummerki um slíkar tillögur væru með í endanlegum breytingarpakka til umfjöllunar á komandi þingi. Þar sem það hefur ekki verið gert, þá verður ekki hægt að afgreiða breytingartillögurnar.

Drög að heimsfaraldurssáttmála ónýt

– Nýjastu opinberu aðgengileg drög WHO að nýjum sáttmála um viðbrögð við heimsfaraldri eru ónýt þegar við birtingu. Í stað þess að taka á vel skjalfestum göllum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, leggur sáttmálinn áherslu á lögboðna auðlinda- og tækniflutninga, niðurrif á hugverkaréttindum, brot á tjáningarfrelsi og ofurálagningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Með því að halda áfram með nýjan sáttmála um viðbúnað og viðbrögð við heimsfaraldri er sú  staðreynd hunsuð, að við erum enn í óvissu um uppruna Covid-19 vegna þess að Peking heldur áfram að hindra lögmæta sjálfstæða rannsókn. Við hvetjum þig eindregið að gangast ekki undir neinn sáttmála, samninga eða samkomulag sem tengist heimsfaraldri og eru til umfjöllunar á sjötugasta og sjöunda þingi WHO. Munir þú  hunsa þetta ráð, þá segjum við það með sterkustu hugsanlegum orðum, að við teljum hvers kyns slíkt samkomulag vera sáttmála sem krefst samþykkis tveggja þriðju hluta öldungadeildarinnar samkvæmt grein II. kafla 2 í stjórnarskránni.

Krefjast að öldungardeild Bandaríkjaþings verði með í ráðum

– Í ljósi þess hve mikið er í húfi fyrir landið okkar og stjórnarskrárbundna skyldu okkar, skorum við á þig að (1) draga til baka stuðning stjórnar þinnar við núverandi breytingar á IHR og samningaviðræður um heimsfaraldurssáttmálann, (2) flytja áherslur ríkisstjórnarinnar yfir á víðtækar umbætur WHO sem miðast við viðvarandi mistök og auka ekki völd stofnunarinnar, og (3) ef þú hunsar þessa áskorun, sendu þá alla heimsfaraldurstengda samninga til öldungadeildarinnar til ráðgjafar og samþykkis.

 

WHO-letter-to-Biden-signed-5-1-24-1

 

 

 

Skildu eftir skilaboð