Jón Magnússon skrifar:
Kóvíd hræðslan er liðin hjá. Eðlileg mannleg samskipti eru nú til staðar. Nú eigum við að horfa til baka og huga að því hvernig það sem gerðist í Kóvídinu gat gerst í lýðfrjálsu landi.
Grundvallar mannréttindum um frelsi og ábyrgð einstaklingsins var vikið til hliðar og alræðisvald ríkis,"sérfræðinga" og fjölmiðla,tók yfir. Með auglýsingum og óttastjórnun (líf þitt er í hættu) og siðferðilegum ásökunum (þú ógnar lífi annars fólks), útiloka andmæli og banna rökræður ollu fjöldahræðslu sem nýja valdastétt alræðisvaldsins nýttir sér út í æsar.
Mannréttindum var vikið til hliðar með markvissum áróðri m.a um að fólk mundi deyja og börnin þeirra og barnarbörn ef það hlýddi ekki.
Mín kynslóð barðist fyrri hluta ævinnar fyrir frelsi og lýðræði gegn helsi ógnarstjórnar kommúnismans. Forusturíkið Sovétríkin varð gjaldþrota og Kína tók upp kapítalískt efnahagskerfi að mestu leyti þó alræðisstjórn kommúnismans sitji þar áfram og beri ábyrgð á Kóvíd fárinu.
Við hægra fólkið, baráttufólk fyrir markaðshyggju takmörkuðum ríkisafskiptum, frelsi og mannréttindum sigruðum, þó sá sigur hafi síðan glutrast að mestu leyti niður.
Þá voru allt of margir sem ímynduðu sér, að ekki þyrfti framar að berjast við ógnar- og einræðisstjórnir. Hvernig gat þá kóvíd óttinn tekið öll lýðréttindi og eðlilegar lýðræðislegar umræður úr sambandi? Allt í einu var frelsi fólks takmarkað meir en nokkru sinni fyrr. Fólki var meinað að heimsækja aldraða foreldra,ættingja eða jafnvel maka á sjúkrastofnanir og öldrunarheimili að viðlagðri refsingu. Börn máttu ekki faðma afa og ömmu líka að viðlagðri refsingu. Margt gamalt fólk og sjúklingar dóu úr einmannaleik og leiðindum, en það skipti hina nýju valdastétt ekki máli.
Þau sem voru á móti takmörkunum og lokunum fyrirtækja vegna efnahagslegra afleiðinga voru sökuð um að vera vont fólk, sem vildi fórna lífi fólks vegna hagnaðarsjónarmiða. Ríkisvaldið tók á sig glórulausan kostnað, sem við súpum seyðið af í dag, með um 200 milljarða vaxtakostnaði ríkissjóðs á ári vegna sóunar- og eyðslustefnu ríkisins í kóvídinu. Sjálfstæðisflokkurinn brást því hlutverki sínu að gæta aðhalds og eyða ekki um efni fram og hefur ekki fundið fjölina sína aftur þó kóvídið sé löngu búið.
Samspil stjórnmála, fjölmiðla og stjórnenda heilbrigðismála gerði fólk ofsalega hrætt. Tjáningarfrelsið og fleiri mannréttindi voru tekin úr sambandi og þaggað var niður í þeim heilbrigðisstarfsmönnum, sem höfðu aðra skoðun en kerfið. Þeir sem andmæltu þeim fasísk-, kommúnísku ráðstöfunum sem gripið var til voru óvinir ríkisins.
Fara eftir vísindunum og hlýða Víði var síbylju mantran. En það voru stundum engin vísindi heldur geðþóttaákvarðanir sóttvarnalæknis.
Ríkisvaldið gerir ekkert til að kanna hvað fór úrskeiðis, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. Hvað með bólusetningar með tilraunabóluefnum. Hvaða tjóni hafa þær valdið og hvaða tjóni eru þær líklegar til að valda? Má tala um það í dag?
Lýðræði, framfarir og mannréttindi byggja á gagnrýnni hugsun og umræðum. Við megum aldrei aftur fórna mannréttindum vegna öryggis og fela alræðisstjórn völdin.
2 Comments on “Hvernig gat þetta gerst?”
Við megum aldrei aftur fórna mannréttindum vegna hræðslu og liga og fela alræðisstjórn völdin…..
Mörgum Íslendingum var fórnað á altari þessarar geðveiki, öll þessi umframdauðsföll. Það þarf rannsókn á þessu og fólk á að taka ábyrgð sem fór fyrir þessu. Hvar er þessi samningur sem var lokaður ofan í skúffu? Vita menn að í dag hefur Astra Zeneca eitrið verið tekið af markaði vegna aukaverkana? Nú tók ég ekki þetta efni en fólkið í landinu sem tók það var blekkt og þarf uppgjör