Flórída bannar sölu á „Frankenstein-kjöti“

Gústaf SkúlasonErlent, Gervigreind, MatvæliLeave a Comment

Sumum hryllir við hugmyndinni um kjöt sem ræktað er á tilraunastofu og eru margir nánast í áfalli við að eiga að borða gervimat og pöddur. Flórída tekur núna af skarið og bannar Frankensteinkjötið innan landamæra ríkisins.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur undirritað lagafrumvarp sem bannar sölu á gervikjöti sem ræktað er á tilraunastofu. Flórída er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem fer þessa leið. DeSantis undirritaði frumvarp 1084 og lögin tóku gildi þann 1. maí.

Flórída stendur með bændum

DeSantis lýsti yfir stuðningi Flórída ríkis með með landbúnaði samkvæmt WTVT-TV:

„Í Flórída-ríki höfum við sett markið mjög skýrt: Við stöndum með landbúnaðinum. Við stöndum með nautgriparæktendum. Við stöndum með bændum okkar. Við skiljum að þeir eru mikilvæg burðarstoð ríkisins, landbúnaðurinn er mikilvægur fyrir menninguna og mikilvægur fyrir arfleifð okkar.“

Nýju lögin breyta reglum landbúnaðarráðuneytisins og banna núna framleiðslu, sölu, vörslu og dreifingu á „ræktuðu kjöti“ í Flórída. Yfirmaður landbúnaðar- og neytendaþjónustu í Flórída, Wilton Simpson, fagnar nýju lögunum:

„Flórída er að stíga gríðarmikið skref í rétta átt með því að skrifa undir löggjöf og verða fyrstir í landinu til að banna kjöt sem er ræktað á rannsóknarstofum. Kjöt sem ræktað er á rannsóknarstofum er svívirðileg tilraun til að grafa undan stoltum hefðum okkar og velmegun og í beinni andstöðu við alvöru landbúnað. Við verðum að vernda dugmikla bændur okkar og heilindi bandarísks landbúnaðar.“ 

„Góði maturinn“ fór í fýlu

Fyrirtækið „Góði maturinn“ sem selur Frankensteinkjötið sagðist vera „vonsvikið“ yfir þessum fréttum og sagði:

„Við erum ekkert að fara neitt. Í ríki sem er að sögn stolt af því að vera land frelsis og einstaklingsfrelsis, þar er ríkisstjórnin núna að segja neytendum hvaða kjöt þeir mega eða mega ekki kaupa.“ 

Betra að borða skóinn en Frankensteinkjötið

Sumir næringarfræðingar hafa einnig sent frá sér viðvaranir vegna Frankensteinskjötsins og einn þeirra, Diana Rodgers segir, að það sé betra að borða skóinn sinn. Líklega geymir skórinn meiri næringarefni en finnast í Frankensteinkjötinu.

Í Evrópu hefur Ítalía einnig varið ítalskan landbúnað með banni á Frankensteinkjöti sem skilgreint er sem „ógn við heilsuna.“ 

Risa matvælaframleiðendur hafa engu að síður fjárfest háum upphæðum í þróun Frankensteinmatvæla á rannsóknarastofum.

Bill „Frankengates“ á bólakafi Frankensteinkjötinu

Þrátt fyrir að margir finnst hugmyndin um að snæða Frankenstein, þá halda snillingar elítunnar eins og  Bill Gates áfram árásum á landbúnaðinn og landbúnaðarvörur, því þeir ætla einir að græða á matvælaframleiðslunni. Markmiðið er að fólkið kyngi Frankenstein.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð