Arnar Þór færður neðst í skoðanakönnun Gallup

frettinInnlent, Kosningar4 Comments

Arnar Þór Jónsson lögmaður og forsetaframbjóðandi, hefur verið færður neðst á listann í skoðanakönnun Gallup, þrátt fyrri að listinn sé settur upp eftir stafrófsröð. Aðrir frambjóðendur eru flokkaðir samkvæmt stafrófsröð.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er efst á listanum, en eins og flestir sem kunna stafrófið vita, þá kemur bókstafurinn A á undan Á.

Fréttin hefur ítrekað reynt að ná í forsvarsmenn könnunarinnar hjá Gallup til að fá útskýringar en án árangurs. Ekki hefur heldur verið haft samband til baka, þrátt fyrir gefin loforð hjá fyrirtækinu.

Það var Vilborg Hjaltested sem vakti athygli á þessu á facebook, en hún var ein þeirra sem beðin var um að taka þátt í könnuninni.

Listann og færslu Vilborgar má sjá hér neðar:

Fréttin verður uppfærð ef Gallup svarar fyrirspurninni og gefur skýringar á atvikinu.

4 Comments on “Arnar Þór færður neðst í skoðanakönnun Gallup”

  1. Flestir sem ég tala við nefna Arnar Þor sem hæfastan sem forseta.

  2. Jón, hann er líka lang hæfastur sem forseti,,enda mun ég kjósa Arnar..

  3. Arnar er eini rétti maðurinn á Bessastaði þannig er það bara.

  4. Vond öfl vilja ekki góða menn á Bessastaði. Vond öfl eru á bak við stærstu fjölmiðla nútímans, og geta þau því auðveldlega stjórnað því hvernig skoðanir manna og kvenna mótast.
    Því er ekki flókið að finna út hvern við eigum að kjósa á Bessastaði til að auka heimsfriðinn, og segja skilið við meta og önnur illa gerð fjölmiðlaöfl.

Skildu eftir skilaboð