Átakanleg meðferð á Reiner Füllmich í Rosdorf fangelsinu

Gústaf SkúlasonCOVID-19, Erlent, Ritskoðun1 Comment

Þriðjudagsmorgun birti Telegram rás Reiner Füllmich fréttir á frönsku með viðtali við lögfræðing hans Katja Wörmer á þýsku um þá átakanlegu meðferð sem Reiner Füllmich fékk síðdegis á föstudag eftir að hafa verið sendur aftur í fangelsið eftir réttarhöld.

Leitað var í fangaklefa hans og persónulegir munir gerðir upptækir. Hann var klæddur nakinn og leitað frá toppi til táar og síðan vistaður í einangrunarklefa án nokkurrar skýringar eða rökstuðnings. Hann var hafðu í einangrun alla helgina en hann átti afmæli þá. Honum var meinað að hafa samband við lögfræðinga sína sem á augljósan hátt brýtur í bága við þýsk lög. Honum var einnig meinað að hafa samband við eiginkonu sína. Þar sem hann var í einangrun vissi hann ekki að margt manna frá ýmsum löndum hafði safnast saman við fangelsið í tilefni afmælisins. Þetta áreitti Reiner mjög en hann hefur aftur náð andlegu og tilfinningalegu jafnvægi að sögn Katju Wörmer. Hann þurfti að leggja fram skriflega beiðni til stjórnenda fangelsisins til að biðja þá um að kanna ástæður fyrir atburðum helgarinnar en enginn þeirra vill axla ábyrgð á því sem gerðist.

Tveir lögfræðingar hans Katja Wörmer og Christof Miseré eru hneykslaðir yfir þessum atburðum og efast um ástand þýska stjórnlagaríkisins. Í dag, 7. maí, munu réttarhöldin halda áfram og við ættum að vita meira síðar í dag.

Það virðist augljóst, segir í franska textanum hér að neðan, að ákveðnir áhrifamenn í réttarkerfinu vilja hræða Reiner og halda honum í fangelsi á ólöglegan hátt. Franski textinn sem birtur var á Telegram (í lauslegri þýðingu) er hér að neðan:

‼️ ÓTRÚLEGUR ATBURÐUR Í ROSDORF FANGELSINU Á FÖSTUDAG ‼️

Katja Wörmer lögmaður talar um yfirstandandi hneykslismálsmeðferð í Rosdorf fangelsinu gegn Dr. Reiner Fuellmich: Einangrun og bann við umgengni við lögfræðinga sína í kjölfar ærumeiðandi kæru vegna X!

Við erum í áfalli! Þeir sem tóku þátt verða dregnir til ábyrgðar! Hræðsluaðgerð í Rosdorf fangelsinu í 3 daga gagnvart Dr Reiner Fuellmich 🚨

Rétt eftir 13. dag réttarhaldanna fyrir dómstólnum í Göttingen neyddist Dr. Reiner Fuellmich til að klæðast nakinn og var leitað frá toppi til táar sem og persónulegar eigur hans gerðar upptækar án nokkurs rökstuðnings og án vitundar lögfræðinga hans.

Reiner var fluttur síðastliðinn föstudag í aðra fangadeild og þar haldið í algjörri einangrun í sérstökum klefa undanfarna þrjá daga og aftur á afmælisdaginn, án nokkurs sambands við nokkurn mann.

Því hlýtur röddin sem svaraði innan úr fangelsisgarðinum á samkomu í tilefni af 66 ára afmæli Reiner Fuellmich að hafa verið rödd annars fanga. Því miður gat Reiner sjálfur ekkert heyrt frá þessari samkomu sem nokkur hundruð manns héldu honum til heiðurs.

Hann var sviptur rétti að hringja í eiginkonu sína eða lögfræðinga sína Katju Wörmer og Christof Miseré sem eru hneykslaðir yfir því, að ekki sé farið að öllum siðareglum og réttindum forvarnarfanga.

Allt þetta truflaði Reiner Fuellmich verulega um helgina en að sögn Katju Wörmer fann hann loksins ákveðinn stöðugleika. Í dag, þriðjudaginn 7. maí, fer fram 14. dagur réttarhaldanna í Göttingen. Við munum vita meira eftir nokkrar klukkustundir!

Það virðist ljóst að nokkrir áhrifamenn í réttarkerfinu eru að reyna að hræða Reiner Fuellmich og halda honum ólöglega í fangelsinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið við lögfæðing Fuellmich, Katju Wörmer. Viðtalið er á þýsku en hægt er að stilla inn íslenskan texta í Youtube stillingunum.

One Comment on “Átakanleg meðferð á Reiner Füllmich í Rosdorf fangelsinu”

Skildu eftir skilaboð