Eftir 114 ára starfsemi verður skátahreyfingin „kynlaus“

Gústaf SkúlasonErlent, WokeLeave a Comment

Vókveiran heldur áfram að breiðast út um allt í Bandaríkjunum. Skátarnir „The Boy Scouts of America“ hefur tilkynnt um meiriháttar „endurnýjun“ með fyrstu nafnabreytingu hreyfingarinnar í 114 ár. Héðan eftir er ekki lengur rétt að segja „Boy Scouts“  heldur skal skátahreyfingin heita „Scouting America.“

Leyfðu samkynhneigðum að vera með og opnuðu drengjaskátadeildina fyrir stúlkum

Að hluta til er nafnabreytingin einnig tilraun skátahreyfingarinnar til að komast frá erfiðri fortíð með orðróm um kynferðisofbeldi og gjaldþrot. Samtímis má ekki mismuna neinum samanber ákvörðun skátanna að breyta stefnu og leyfa samkynhneigðum og stúlkum að vera með drengjum í einni sameiginlegri hreyfingu. Áður voru stúlkur í kvenskátunum. Þessar ákvarðanir höfðu mikil áhrif á afkomu hreyfingarinnar.

Nafnabreyting skátanna er enn ein uppgjöfin fyrir áframhaldandi  „vók“ stefnu sem farin er að gegnumsýra hefðbundnar bandarískar stofnanir. Þetta er enn ein uppgjöfin fyrir pólitískum rétttrúnaði, þar sem umbúðir eru teknar fram yfir það innihald sem eitt sinn gerðu skáta að fyrirmyndar samtökum.

Í meira en heila öld hafa skátar í Bandaríkjunum verið tákn hefðbundinna bandarískra gilda sem veitt hefur milljónum ungra drengja mótandi reynslu með áherslu á forystu, sjálfsbjargarviðleitni og félagsskap.

Nafnabreytingin tekur gildi á 115 ára afmæli skátahreyfingarinnar

Scouting America segir í fréttatilkynningu, að breytingin taki gildi 8. febrúar 2025, þegar hreyfingin verður 115 ára:

„The Boy Scouts of America mun endurskipuleggja sig í Scouting America, sem endurspeglar áframhaldandi skuldbindingu samtakanna um að bjóða öllum ungmennum og fjölskyldum í Bandaríkjunum velkomin til að upplifa ávinning skátastarfsins.“

Leiðtogi skátahreyfingarinnar Roger A. Krone segir:

„Þó að nafni okkar verði breytt, þá er markmið okkar hið sama: við erum staðráðin í að kenna ungu fólki að vera viðbúið. Ávallt. Þetta verður einföld en mjög mikilvæg þróun, þar sem reynum að tryggja að allir séu velkomnir í skátastarfið.“

AP greinir frá því, að þróunarskref skátahreyfingarinnar hafa verið stórt stökk frá fyrri tíð með því að leyfa samkynhneigðum ungmennum loksins að vera með og að opna fyrir stúlkum. Skátarnir í Irving, Texas, tilkynntu um nafnbreytinguna á þriðjudag á ársfundi sínum í Flórída.

Samtökin leyfðu samkynhneigðum ungmennum að vera með árið 2013 og afnámu bann fullorðinna samkynhneygðra  leiðtoga árið 2015. Árið 2017 tilkynntu drengjaskátar þá sögulega ákvörðun, að stúlkur yrðu teknar með í hreyfingu þeirra frá og með 2018 og ári síðar breyttu þeir nafni starfseminnar frá Boy Scouts yfir í Scouts BSA.

Sjá nánar grein Ellie Gardey um málið.

Skildu eftir skilaboð