Vesturlönd verða að velja hvort þau vilja stríð eða frið

Gústaf SkúlasonErlent, Stríð, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Rússar loka ekki dyrum fyrir viðræðum við Vesturlönd. En það verður að vera gagnkvæmar viðræður án hroka og undantekningarhyggju, sagði Vladimir Pútín þegar hann sór embættiseið sem forseti Rússlands í fimmta sinn.

Á þriðjudaginn sór Vladimir Pútín embættiseið sem forseti Rússlands í fimmta sinn. Meðal gesta var bandaríski leikarinn Steven Seagal, sem kallaði Pútín „mesta leiðtoga heims“ og sagði að framtíðin yrði sú besta á kjörtímabili Pútíns. Pútín sagði í ræðu sinni:

„Við höfnum ekki viðræðum við vestrænu ríkin. Valið er þeirra: Að halda áfram að reyna að hindra þróun Rússlands, halda áfram árásarstefnu sinni – óbilandi þrýstingi sem þeir haf lagt á landið okkar í mörg ár – eða leita leiðar til samvinnu og friðar.“

„Ég endurtek: við erum opin fyrir viðræðum, þar á meðal um öryggi og staðbundinn stöðugleika. Við erum opin fyrir viðræðum án hroka, sjálfsánægju eða undantekningarhyggju – viðræðum á jöfnum kjörum og með gagnkvæmri virðingu.“

Að sögn Pútíns munu Rússar halda áfram að byggja upp „fjölpóla“ og sanngjarnan heim.

„Við stöndum sameinuð sem mikil þjóð. Saman munum við yfirstíga allar hindranir og láta allt sem við segjum rætast. Saman sigrum við!“

Skildu eftir skilaboð