Leikarinn Brian Cox: „Biblían er ein af verstu bókum allra tíma“

Gústaf SkúlasonErlent, Trúmál2 Comments

Hollywood sýnir stöðugt fyrirlitningu sína og oft beinlínis hatur á venjulegu fólki. Nýlega sagði Hollýwoodstjarnan Brian Cox, 77 ára að aldri, að kristnir menn væru „heimskir.“ Hann bætti því við, að „Biblían væri ein versta bók allra tíma.“

Í viðtali við „The Starting Line Podcast“ sagði leikarinn að trúarbrögð haldi „töluvert“ aftur af þróun mannkyns. Hann bætti því við að „þetta væru trúarkerfi sem væru fyrir utan okkur sjálf.“

Netmiðillinn „Bounding into Comics greinir frá því, að stjarna Succession sjónvarpsþáttanna hafi útskýrt málið:

„Ég meina, áróðurinn nær alveg til baka… Biblían er ein versta bók allra tíma. Fyrir mig, út frá mínu sjónarhorni. vegna þess að þar er byrjað á hugmyndinni um rifbein Adams, þú veist, að konan hafi verið sköpuð úr rifbeini Adams. Þeir munu trúa því, vegna þess að þeir eru nógu heimskir.“

Cox sagðist sammála viðmælandanum, sem sagði að fólk þyrfti að trúa á Biblíuna:

„Þeir þurfa þess en það þarf ekki að ljúga þeim. Þeir þurfa einhvers konar sannleika og þett er ekki sannleikurinn. Þetta er ekki sannleikurinn, þetta er goðafræði.“

 

2 Comments on “Leikarinn Brian Cox: „Biblían er ein af verstu bókum allra tíma“”

  1. Biblían er besta bók allra tíma, einnig er hún best varðveittasta forna rit í mannkynsögunni. Ef hann vill efast um innihald hennar þarf hann einnig að efast um alla mannskynsöguna eins og hún leggur sig og það er auðvitað hrein fásinna.

  2. Hlægilegir guðleisingjarnir. Þeim finnst Biblían vera bull en finnst svo vera heil brú í því að í upphafinu hafi verið ekkert einhverstaðar sem að sprakk og breyttist yfir tíman í allt sem að er til í dag.

Skildu eftir skilaboð