Þúsundir mótmæltu Ísrael í Malmö í dag

Gústaf SkúlasonErlent, EurovisionLeave a Comment

Fyrir seinni undanúrslit Eurovision í kvöld 9. maí fóru fleiri þúsund manns í mótmælagöngu gegn Ísrael í miðborg Malmö. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna er í Malmö til að tryggja að allt fari vel fram og sagði fréttaritari sænska sjónvarpsins að hann hefði aldrei séð svo marga lögreglumenn saman á einum stað áður í Svíþjóð.

Samkvæmt lögreglunni voru á milli 10-12 þúsund manns í göngunni gegn Ísrael sem byrjaði klukkan 16.00 á Stóra torginu. Gengið var að hallargarðinum gegnum Þríhyrninginn/Triangeln og stóðu mótmælin yfir í um 2 tíma.

 

Strax á eftir eða um kl. 18.00 söfnuðust 100 manns til að sýna Ísrael sinn stuðning A Davidshalltorgi. Var ísraelski fáninn áberandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Mikill öryggisviðbúnaður er í gangi og kom til smá árekstur í gær miðvikudagskvöld, þegar nokkrir stuðningsmenn Hamas veifuðu palestínskum fánum, þrátt fyrir bann á Eurovision svæðinu og púuðu á söngkonu Ísraels, Eden Golan sem var á æfingu. Hún mun flytja lag Ísraels í kvöld og vonandi helst friðurinn á meðan.

Þriðju mótmælin hafa verið boðuð í Malmö í kvöld gegn Ísrael í Hyllie, þar sem Eurovision-leikvangurinn er.

Skildu eftir skilaboð