WHO-milliríkjasamningurinn – Stjórnarskrá Íslands brennd til ösku

Gústaf SkúlasonCovid bóluefni, COVID-19, Fullveldi, WHOLeave a Comment

Pétur Yngvi Leóson

Pétur Yngvi Leóson hefur séð um og sent frá sér þátt um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO og markmið hennar að ná heimsyfirráðum í heilbrigðismálum á komandi þingi í Genf, Sviss síðar í mánuðinum. Hér að neðan er færsla Péturs um málið á Facebook og neðst á síðunni er sjálfur þátturinn á myndskeiði. Treglega gengur að fá upplýsingar um hvaða stefnu fulltrúar Íslands munu fylgja á þinginu og er Fréttin.is að athuga þau mál. Engu er líkar en að fulltrúar íslenska ríkisins séu „huldufólk” gagnvart eigin landsmönnum og að engin umræða megi fara fram um stefnu ríkisstjórnarinnar fyrr en að þinginu loknu. En þá verður það of seint ef fulltrúar Íslands eiga að fylgja skipun um að samþykkja tillögur WHO. ALMANNADÓMUR S02E03 DAVID MARTIN | TODD CALLENDER:

WHO-milliríkjasamningurinn – Stjórnarskrá Íslands brennd til ösku

Þátturinn er 50 mínútur að lengd (sjá að neðan). Sendifulltrúar frá 194 aðildarríkjum sækja 77. allsherjarþing W.H.O. í Genf sem stendur yfir frá 27. Maí til 1. Júní 2024. Þar verður kosið um nýja farsóttarsamninginn og grundvallarendurmótun á núverandi Alþjóða-heilbrigðisreglugerðinni I.H.R.

Milliríkjasamningurinn boðar enn frekara fullveldisframsal íslensku þjóðarinnar og valdeflingu Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar W.H.O. til þess að setja ÞÍNUM heilsufarslegu réttindum frekari skorður. Lagabreytingarnar á IHR verða sennilega samþykktar og færðar í alþjóðalög nema „VIÐ MENNIRNIR“ stöndum gegn þessari aðför að fullveldi okkar. Boðskapur stjörnuvitna þáttarins er alvarleg viðvörun um leyndan háska sem þjóðinni geti stafað af. En hvaða hæfniskröfur uppfylla stjörnuvitnin tvö?

DR. DAVID MARTIN

Í upphafi fyrsta áratugs 21. aldarinnar og á síðari hluta tíunda áratugarins var Dr. David Martin sá maður sem hafði verið sendur um allan heim til þess að kanna útbreiðsluna á sýkla- og efnavopnum. Hann gerþekkir skilgreininguna á því hvað teljist til orsakavaldar í sýklahernaði í 18. US kóðanum; hegningarlögunum sem leggja höft á sýkla- og efnavopn, enda er úttekt sem hann hef látið gera í rauninni fagleg og rétt og ástæðan sem borin er fyrir því er sú, að hann er sá sem hefur fengið tilskilin leyfi til að skera úr um slíkt fyrir hönd ríkisstjórna Bandaríkjanna í mörg ár.

Samtökin hans M•CAM fengu boð um að vakta brot á sýkla- og eiturefnasáttmálum árla ársins 2000. Þú manst eflaust eftir atvikum tengdum miltisbrandi [anthrax] sem áttu sér stað í september ársins 2001 og við tókum þátt í rannsókn sem setti af stað þingrannsókn, ekki aðeins á uppruna miltisbrandsins, heldur einnig á því sem nefna mætti óvenjulegri hegðun sem snéri beint að lyfinu Cíprófloxacín frá Bayer, en það lyf var notað sem möguleg meðferð við miltisbrands-sýki.

Dr. David Martin

Um haustið 2001 hóf hann að vakta mikin fjölda af sjúkdómsvaldandi bakteríum og veirum sem verið var að festa einkaleyfi á gegnum

  • Bandarísku heilbrigðismálastofnanirnar [NIH]
  • Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna [NIAID]
  • Læknisfræði-rannsóknarstofnun sóttvarnarstofnunar bandaríska hersins [USAMRIID]
  • Verkefni sóttvarnarstofnunar bandaríska hersins [US Armed Services infectious disease program]
og fjöldi annara stofnanna aðstoðuðu þær um allan heim. Hann tók hina tíunduðu raðgreiningu erfðamengissins sem var, að sögn, einangruð sem ný [novel] coronaveira, og viðhaldið sem slíkri af „Alþjóðanefndinni um flokkunarkerfi veira” [ICTV] sem starfar á vegum Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar [WHO] og bar þær saman við einkaleyfisskrár sem voru tiltækar um vorið ár 2020. Hann komst að raun um, að fleiri en 124 sönnunargögn sem einkaleyfi eru á, gefa til kynna að opinberar yfirlýsingar um nýja coronaveiru voru í rauninni kolrangar ályktanir.
Í þættinum skírskotar hann í PROSECUTENOW.COM sem liggur niðri í augnablikinu en hér er nýr hlekkur á ríkissaksóknaraskjalið á ensku og á íslensku hér. Fauci/COVID-19 málsgögnin á ensku eru hér
LÖGFRÆÐINGURINN TODD CALLENDER
Todd Callender lögfræðingur er sérfróður um málefni tengd réttindum öryrkja og um áhættu tengda samleitni lífeinda, sýkingatíðni og dánartíðni í samhengi við alþjóðalög. Hann á að baki starfsferil innan örorku-, heilsu- og líftryggingargeirans sem spannar meira en tvo áratugi. Hann stundaði lögfræðistörf um víða veröld, meðal annars með því að búa í tveimur kommúnistalöndum þar sem hann tók til starfa við að losa um líkanið af efnahagslífi kommúnismans, en hann segir:
„Reyndar hófst þetta allt saman fyrir meira en 20 árum, þegar ég starfaði í bóluefnaiðnaðinum. Fjölskyldan mín á hugverkaréttinn á nálalausum bólusetningar-útbúnaði fyrir stóra hópa, en ég dvaldi í Kúbu í þrjú ár, að framkvæma prófanir á vettvangi, læknisfræðilegar prófanir í þriðja fasa, á nákvæmlega sama máta og við erum með um þessar mundir hjá þessu sem á að heita bóluefni og ég lærði heilmikið um bóluefnaiðnaðinn, svo mikið að ég átti viðskipti við sömu mennina og eru að, þú veist, framkvæma umrætt þjóðarmorð um þessar mundir. “

Todd Callender

Í mars mánuði ársins 2021 ritaði Todd Callender bókunarform um refsiverða aðfinnslu sem byggir á glæpum gegn mannkyninu, þjóðarmorði og samsafni af öðrum misgjörðum. Hann birti hana á heimasíðu sinni sem hann bjó til í nákvæmlega þessum tilgangi, sem nefnist www.vaxxchoice.com og eftir að hafa lagt drögin að því og birt í kjölfarið áttu 20 þúsund niðurhöl sér stað á fyrsta mánuðinum, af bálreiðum mæðrum í skólanefndum sem gripu sér eintak, og þær fóru og þær lögðu þetta inn til skráningar á skrifstofum lögreglustjóra vítt og breitt um Bandaríkin og fjölda annara landa. Hann segir:

„Ég ætlaði að eitra brunninn í hugum mannanna sem var ætlað að neyða í þessar sprautur og í sumum tilfellum gekk dæmið upp og hún var einnig kveikjan að málinu sem ég höfðaði gegn Varnarmála-ráðuneytinu DoD.”

Hann skilur hverjir leikmennirnir eru á bak við þetta þjóðarmorð. Hann átti viðskipti við þá alla, að meðtöldum W.H.O., og þegar ritari Varnamálaráðuneytisins DoD gaf út formleg fyrirmæli um COVID-stungur í trássi við lög, hann hefur ekkert vald til þess, þá vissi Todd Callender um hvað málið snýst og hann höfðaði mál gegn DoD en banastunguskyldan innan bandaríska hersins var afnumin eftir hann lagði fram kæru á hendur DoD:

„Okkur tókst að stöðva DoD, öflugustu drápsvél sem sést hefur á þessari jarðkringlu…”
Einn af kostunum við að kæra Varnarmálaráðuneytið DoD, ásamt álíka mörgum hermönnum sem voru áhyggjufullir vegna formlegu banastungu-fyrirmælanna, er sá að Todd endaði með um það bil fimmhundruð þúsund uppljóstrara sem létu honum í té óhemju magn af nægilega traustum upplýsingum, en allt sem hann segir byggir á stöndugum grunni í gögnum sem hann hefur handa á milli, á vitnisburði sem hann hefur í fórum sínum og á sérfróðum vitnum, þeirra á meðal hinn annálaða hjartasérfræðing Peter McCullough lækni og Theresal Long undirofursta sem bar vitni í skjóli gildandi laga um vernd uppljóstrara innan hersins. Todd segir:
„ …ég gat ekki annað en að höfða mál þegar við létum til skarar skríða og tilgangurinn með því að höfða mál er sá, ef einhver var, var að mennta bandaríska herinn, um að því sem þeir gefa sig út fyrir að fylgja er ólöglegt samkvæmt Nürnberg kóðanum, samkvæmt Alþjóðlega Mannréttinda- og stjórnsýslusáttmálanum, samkvæmt Alþjóðlega mannréttindasáttmálanum og samkvæmt samrændu skráningarkerfi vegna málaferla hjá dómstólum hersins (UCMJ) og landslögum Bandaríkjanna. Öll þessi athæfi eru augljóslega kolólögleg.”

Sérstakar þakkir frá David Martin Kim Martin, Todd Callender og Frank Priebe fyrir störf þeirra í þágu alls mannkyns.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð