Stefna ESB mætir aukinni andspyrnu í aðildarríkjunum. Í dag föstudag söfnuðust tugir þúsunda Pólverjar til að mótmæla brjálæðislegri loftslagsstefnu ESB. Í fararbroddi mótmælanna voru fullveldissinnaðir stjórnmálamenn.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman í pólsku höfuðborginni Varsjá til að mótmæla ofríki ESB. Mótmælendur snérust sérstaklega gegn loftslagsstefnu ESB sem gefið var nafnið „græna eitrið.“ Samkvæmt Reuters þá hafa bændur sérstaklega orðið illa úti vegna dýrara eldsneytis og hertra ræktunarreglna samtímis sem ódýrari matvæli eru flutt inn frá löndum fyrir utan ESB.
Það voru ekki aðeins bændur sem mótmæltu, með í för slógust bæði námumenn og verkafólk. Kölluðu mótmælendur:
„Niður með græna samninginn – niður með ESB.“
Göturnar urðu rauðar og hvítar þegar mótmælendur þrömmuðu um með pólska fánann. Fánar óháðu verkalýðshreyfingar Samstöðunnar „Solidarność” settu einnig mikinn svip á mótmælin. Samkvæmt pólsku fréttasíðunni Onet tóku á milli 25.000 – 30.000 manns þátt í mótmælunum.
Ganga fyrir fullveldi Póllands
Bændurnir voru studdir af fyrrum íhaldssama stjórnarflokknum Lög og réttlæti „Prawo i Sprawiedliwość, PiS.” Nokkrir fyrrverandi ráðherrar mættu, þar á meðal Mateusz Morawiecki fyrrverandi forsætisráðherra.
Í myndbandi sem birt var á X (sjá að neðan) segir Morawiecki að verið sé að mótmæla loftslagsstefnunni og að ESB sé að reyna að taka fullveldið af Póllandi. Gagnrýni var beint gegn Donald Tusk forsætisráðherra sem er sakaður um að hafa selt út Pólland til Brussel.
Hér að neðan eru fjórar X-færslur frá mótmælunum. Fyrsta færslan er myndbútur með samtali við Morawiecki fv. forsætisráðherra Póllands: