Frans páfi lýsti nýlega áhyggjum af lækkandi fæðingartíðni, sérstaklega í Evrópu. Hann sagði að „gamla heimsálfan er að verða eldri heimsálfa.“ Hann harmaði einnig að eigingirnin er orðin þannig að samfélagið vill „frekar hafa hunda og ketti en börn.“
Evrópa hefur glatað hæfileikanum að meta fegurð lífsins
Páfinn dró upp dökka mynd af Evrópu og lýsti álfunni sem
„þreyttri og niðurdreginni, svo fastri í baráttunni við einmanaleika og kvíða að hún hefur glatað hæfileikanum til að meta sanna fegurð lífsins í gefandi menningu.“
Á Ítalíu er fæðingartíðnin núna 1,25 börn á hverja konu, ein sú lægsta í ESB, ásamt Spáni og Möltu. Málið hefur lengi verið uppi á borði Vatíkansins, sem er talsmaður stefnu aukinna barnafæðinga. Frans páfi sagði á árlegri ráðstefnu, þar se kirkjuleiðtogar og ítalskir embættismenn koma saman til að ræða lækkandi fæðingartíðni á Vesturlöndum:
„Fæðingartíðni er helsta vísbendingin um vonir fólks. Án barna og ungmenna glatar land ósk sinni um framtíðina. Á Ítalíu, til dæmis, er meðalaldurinn núna 47 ár og við höldum áfram að sjá neikvæð met vera sett.“
Vopn og getnaðarvarnir
Frans páfi telur að „mannlífið sé ekki vandamál, heldur gjöf“ og hann harmaði ríkjandi „eigingirni“ í samfélaginu sem vill frekar „hafa hunda og ketti“ en börn. Páfi sagði:
„Lýðfræðisérfræðingur sagði mér einu sinni, að arðbærustu fjárfestingarnar í dag væru að framleiða vopn og getnaðarvarnir. Annað eyðileggur lífið, hitt hindrar líf.“
One Comment on “Páfinn lýsir áhyggjum af lágri fæðingartíðni í Evrópu”
Er þetta áhyggjuefni?
Ég held að fólk ætti að taka því fagnandi að fæðingartíðni fari lækandi í heimi offjölgunar, ég veit ekki betur enn að mannkyninu hafi fjölgað um helming á síðustu fjörtíu árum, þetta er stærsta vandamálið á plánetunni jörð.
Það er merkilegt með alla þessa hámenntuðu háskóla sérfræinga og prófessora að það er enginn að tala um þetta, sem er stórfurðulegt, það skildu þó ekki vera einhver pólitísk-öfgahagsmuna-peninga-öfl sem stýra þessari umræðu?