Skipun WHO til íslensku ríkisstjórnarinnar „Vinsamlegast“ samþykkið breytingarnar!

Gústaf SkúlasonErlent, Fullveldi, WHO1 Comment

Aðalritari Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, bað í síðustu viku lönd heims um að samþykkja heimsfaraldurssamninginn sem samkvæmt WHO „mun stuðla að baráttunni gegn heimsfaraldri í framtíðinni.“ Verður gengið til atkvæðagreiðslu um samninginn og uppfærslur á gildandi alþjóða heilbrigðisreglum á 77. þingi WHO í Genf í lok mánaðarins.

Íslenska ríkisstjórnin eins og storknað hraun

Ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar og þingheimur nær allur eru eins og freðinn fiskur eða öllu heldur storknað hraun, hvað varðar upplýsingar og umræður um afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. Fulltrúar Íslands fara til Genf, – að öllum líkindum til að samþykkja samningana fyrir Íslands hönd, jafnvel þótt WHO brjóti reglur um kynningu á upplýsingum á breytingum með minnst 4 mánaða fyrirvara. Fleiri aðilar, þar á meðal þingmenn bandaríska repúblikanaflokksins, krefjast þess að tillögunum verði vísað frá sem er það eina rétta.

Verði samningurinn samþykktur má Sjálfstæðisflokkurinn súpa seyðið í komandi kosningum, því þá leiðir flokkurinn eins og í orkumálinu gagnvart ESB, afhendingu fullveldis Íslands til alþjóðlegrar alræðisstofnunar. Gæti það þýtt, að íslenska efnahagskerfið hryndi í næsta skipti sem WHO dettur í hug að lýsa yfir heimsfaraldri, því WHO verður heimilt að grípa fram í fyrir lýðræðislega kjörnum fulltrúum Íslands með álögum á ríkissjóð, sem ríkissjóður getur ekki staðið undir ásamt lokunum fyrirtækja, nálgunarbann m.m. Ofan á þetta bætist síðan fasísk ritskoðun með svokölluðum „haturslögum“ þar sem hver sá sem gagnrýnir WHO fær sekt eða verður stungið í steininn.

„Vinsamlegast samþykkið!“

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri, sagði á dramatískan hátt vegna þingsins í Genf:

„Gefið íbúum heims, íbúum landa ykkar, fólkinu sem þið eruð fulltrúar fyrir, kost á öruggari framtíð. Ég bið ykkur einfaldlega: vinsamlegast ljúkið starfinu þeirra vegna!“

Tedros Ghebreyesus skorar á þau lönd sem eru ósammála því að WHO fái alræðisvöld í heilbrigðismálum heims:

„Forðið ykkur að minnsta kosti frá því að koma í veg fyrir samstöðu um málið.“

Eitt helsta ágreiningsefnið milli ríkra landa og þróunarlanda er spurningin um að skipta lyfjum og bóluefnum á sanngjarnan hátt til að forðast endurtekin mistök á Covid-19 tímabilinu.

WHO afneitar að um aukin völd stofnunarinnar sé að ræða

Tedros telur rök margra stjórnmálamanna t.d. í  Bandaríkjunum og Ástralíu um að samningarnir gefa SÞ of mikil völd vera út í hött. WHO hafnar þessum rökum og segir samning tillagnanna „muni hjálpa löndum að vernda sig betur gegn faraldri.“

Eina skiptið í 75 ára sögu WHO sem aðildarríkin gátu samið um lagalega bindandi samning eins og „faraldurssamninginn,“ var þegar samningur um tóbaksvarnir var samþykktur árið 2003.

 

One Comment on “Skipun WHO til íslensku ríkisstjórnarinnar „Vinsamlegast“ samþykkið breytingarnar!”

  1. Ef íslenskir stjórnmálamenn gerast svikarar við þjóðina þá mun það hafa afleiðingar.

Skildu eftir skilaboð