Hafa læknanemar í Ungverjalandi aðgang að íslenskum sjúkraskrám?

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Bloggari hlustaði á viðtal við Hall Hallsson blaðamann. Hér má hlusta á viðtalið. Rætt var um kæru á hendur honum vegna skrifa um fóstursvísamálið. Hreint engum til framdráttar að nota lögreglu til þess að þagga niður mál, sama af hvaða toga það er.

Í viðtalinu segir Hallur að fjölmargar flettingar hafi verið skráðar í sjúkraskrá aðila að málinu. Þar á meðal eru nöfn læknanema sem eru eða voru í Ungverjalandi að læra. Mhmmmm! Maður verður hugsi. Hallur segist geta sannað það með gögnum. Uppflettingar í sjúkraskrár einstaklinga er ekki hægt að fela.

Maður spyr sig, ef satt reynist hvað gerir landlæknir í málinu. Embætti sem á að verja almenning gegn svona lögbroti. Ef læknanemar á erlendri grund hafa aðgang að íslenskum sjúkraskrám er þá ekki eitthvað verulega mikið að hjá embætti landslæknis, Ölmu Möller?

Annað sem er athyglisvert, tveir lögreglumenn koma að sunnan til að sjá um skýrslutökuna. Á samfélagið virkilega að borga undir tvo lögreglumenn norður og tvo vinnudaga í slíkt. Hefur lögreglan á Akureyri ekki getu til að sjá um skýrslutökuna? Forgangsröðun!

Það hlýtur að vera krafa lýðsins að gengið verið í fósturvísamálið, það rannsakað þannig að botn fáist í það.

Skildu eftir skilaboð