SÞ samþykkir Palestínu sem meðlim

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti aðild Palestínu að SÞ s.l. föstudag. Það er stórt skref í átt að viðurkenningu á palestínsku ríki. Fulltrúi Ísraels var óhress með ákvörðunina og sýndi álit sitt með því að setja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í pappírstætarann.

Reuters greinir frá því að 143 lönd af 193 hafi greitt atkvæði. 9 lönd, þar á meðal Bandaríkin og Ísrael, greiddu atkvæði gegn tillögunni. 25 lönd, þar á meðal Svíþjóð, sátu hjá.

Bandaríkin starfa sem dyravörður SÞ

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Afleiðing atkvæðagreiðslunnar er sú, að Palestína mun hafa meiri möguleika á að taka þátt í allsherjarþinginu án þess að hafa atkvæðarétt. Til þess að verða fullgildur aðili að SÞ, þá þarf öryggisráðið að veita samþykki sitt. Bandaríkin eru með þar og beita neitunarvaldi til að hindra að Palestína verði fullgildur meðlimur.

Bandaríkin hefur beitt neitunarvaldi sínu 84 sinnum síðan 1970. Í 46 tilvikum til að koma í veg fyrir tillögur sem þykja of gagnrýnar á Ísrael.

Setti stofnsáttmálann í pappírstætarann

Að svo mörg lönd greiddu atkvæði með aðild Palestínu að SÞ, fékk sendiherra Ísraels SÞ, Gilad Erdan, til að sjá rautt. Hann kallaði atkvæðagreiðsluna „ófyrirgefanlega athöfn“ og sagði hana ógilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Síðan tók hann fram pappírstætara og tætti stofnsáttmála SÞ fyrir framan allsherjarþingið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð