Eurovision er lokið í þetta sinn. Malmö og íbúar borgarinnar geta aftur andað léttar og sinnt hversdagslegum störfum. Líklega verður Eurovision í ár frekar minnst vegna mótmæla og deilna vegna þátttöku Ísrael en frammistöðu tónlistarfólksins. Þegar úrslitakeppnin fór fram á laugardag efndu vinstri hópar hliðhollir Palestínumönnum og Hamas til mótmæla gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Að sögn lögreglu tóku um 6.000-8.000 manns þátt í mótmælunum á laugardaginn en búist hafði verið um 20.000 manns.
„Ópólitísk tónlistarhátíð“
Skilaboðin frá þúsundum mótmælenda voru þau að Eurovision „styddi þjóðarmorð“ með því að leyfa Ísrael að taka þátt í tónlistarkeppninni. Einn mótmælenda sagði við blaðið Samnytt:
„Það er ekki það mikilvægasta hver vinnur Eurovision, það mikilvægasta er að hernáminu verði hætt.“
Margir Malmöbúar eru ósáttir við að mótmælendur hafi yfirtekið borgarplássið þá daga sem tónlistarviðburðurinn stóð yfir. Ein kona sagði:
„Það verður að vera þannig, að hægt sé að halda tónlistarkeppni án þess að það snúist um pólitík.“
Einn mótmælandi sagði:
„Ríkisstjórn Ísraels er nokkuð sama um þetta.“
Arabar í herklæðnaði
Á laugardagskvöldið stöðvaði lögreglan bæði lestar- og strætisvagnaumferð að Hyllie-stöðinni eftir að mikill mannfjöldi mætti fyrir utan leikvanginn Malmö Arena, þegar lokakeppnin fór fram. Sjá má á myndum, hvernig lögreglan heldur mannfjöldanum frá leikvanginum.
Swebbtv greinir frá því að sést hafi til tveggja araba sem klæddir voru sem hermenn (sjá X að neðan). Spurt er hvort, þar hafi meðlimir hryðjuverkasveita Hamas eða ISIS verið á ferð. Loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var mætt til að mótmæla „þjóðarmorði Ísraels.“ Hún var fjarlægð af lögreglunni. Sænska lögreglan fékk aðstoð frá Danmörku og Noregi. Þurfti hún að nota piparsprej á mótmælendur.
Um 20 mótmælendur voru færðir burtu af vettvangi. Eftir miðnætti heldu mótmælin áfram, þegar hundruð manns gengu um götur og hrópuðu „Frelsum Palestínu“ og „Enga síonista á götum okkar.“ Um tvöleytið um nóttina komst ró á aftur.
Svíar kusu Ísrael
Þegar dómnefndirnar 37 höfðu gefið sín stig var tónlistarmaðurinn Nemo frá Sviss í efsta sæti. Eftir að hafa talið með stig hlustenda fékk Nemo 591 stig og vann keppnina. Í Svíþjóð var það hins vegar Ísrael sem átti hug landsmanna sem gáfu tónlistarkonunni 12 stig.