Katrín forðast fánaliti þjóðfánans í framboði sínu

frettinInnlent, KosningarLeave a Comment

Kári Sævarsson, sérfræðingur í myndmáli, segir í viðtali á Visir, að það sem sé frábrugðið við framsetningu Katrínar í framboði sínu til Forseta Íslands, er að hún notist ekki við fánalitina.

„Hún er með appelsínugula og græna sem ríkjandi liti. Það kemur svolítið á óvart að manneskja sem hefur verið í forsætisráðuneytinu og svona tengd íslenska ríkinu, að hún velji að nota ekki fánalitina. En það skapar henni ótvírætt sérstöðu,“ segir Kári.

Flestir frambjóðendur hafa verið duglegir að flagga íslensku fánalitunum víðast hvar eins og venjan er þegar keppt er um æðsta embætti landsins, forseta Íslands, sem einnig er samkvæmt lögum verndari þjóðfánans og þjóðlegra tákna, Katrín Jakobsdóttir forðast það hinsvegar og notast við óhefðbundna liti.

Hér má lesa um þjóðfána Íslands á heimasíðu forsetans, Forseti.is:

SKJALDARMERKI OG FÁNI FORSETA ÍSLANDS

Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, þ.e. þjóðfáninn klofinn að framan. Í honum, þar sem armar krossmarksins mætast, er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.

Tjúgufáni.

Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskorinn.

Notkun fána forseta Íslands fer eftir ákvörðun forsetaembættisins.

Samkvæmt lögum nr 39, 8. júlí 1944, á forseti Íslands sérstakt merki. Það er skjöldur, að lögun og lit sem skjöldurinn í skjaldarmerki Íslands, en þar sem armar krossmarksins mætast er hvítur.

Skjaldarmerki forseta Íslands.

LÖG OG REGLUR

Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið 1944 nr. 34 17. júní
Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma
Auglýsing um liti íslenska fánans 1991 nr. 6 23. janúar

Hér má skoða heimasíðu Katrínar þar sem litirnir appelsínugulur og grænn eru í aðalhlutverki í framboði hennar til forseta Íslands.

Skildu eftir skilaboð