Melinda Gates yfirgefur Gates Foundation

Gústaf SkúlasonCOVID-19, Erlent, LoftslagsmálLeave a Comment

Bill og Melinda Gates stofnuðu „Bill & Melinda Gates Foundation“ sem er talsmaður ýmissa verkefna glóbalismans. Melinda Gates tilkynnir núna, að hún hætti störfum fyrir stofnunina.

Margmilljarðamæringurinn Bill Gates, einn ríkasti maður heims, er alræmdur vegna afskipta af fjöldabólusetningum, fjöldainnflytjendum og loftslagsmála. Bill & Melinda Gates Foundation, sem hann rekur ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Melindu French Gates, er einnig einn stærsti fjárstuðningsaðili Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.

Melina kýs að yfirgefa stofnunina. Hún greinir frá þessu í færslu á X. Þar skrifar hún að hún muni einbeita sér að starfi með konum og stúlkum í Bandaríkjunum og um allan heim. Eftir skilnaðinn við Bill Gates árið 2021 fékk hún 12,5 milljarða dollara (sem samsvarar um það bil 1,75 billjónum íslenskra króna), sem nýtast henni í nýju verkefnin.

Hún hættir hjá Bill & Melinda Gates Foundation þann 7. júní. Hér má sjá skrif Melindu á X:

Bill Gates tjáir sig um brotthvarf hennar í eigin færslu á X (sjá að neðan). Hann harmar þetta og skrifar að hún hafi átt stóran þátt í að þróa stefnu og áherslur stofnunarinnar.

 

Skildu eftir skilaboð