Hvíta húsið viðurkennir tengsl kæruofsókna á Trump við forsetakosningarnar

Gústaf SkúlasonErlent, Svindl, TrumpLeave a Comment

Karine Jean-Pierre, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi á þriðjudag að nornaveiðar Biden gegn Trump forseta væru „tengdar kosningunum 2024.“

Forseti Bandaríkjaþings, Mike Johnson, mætti í dómshúsið í New York á þriðjudag til stuðnings Trump gegn valdníðslu Bidens sem notar kerfi „réttvísinnar“ til að bola keppinaut sínum burtu úr forsetakosningunum í nóvember.

Fréttamaður AP, Aamer Madhani, spurði Karine Jean-Pierre, hvort það væri við hæfi að Mike Johnson verði Trump gegn lagalegum ofsóknum Bidens:

„Var það viðeigandi af Johnson forseta þingsins að mæta í réttarhöld yfir fyrrverandi forseta í dag?“

Karine Jean-Pierre viðurkenndi, að réttarhöldin yfir Trump tengdust kosningunum 2024. Hún sagði:

„Svo, sjáðu, ég get ekki talað við – uh – um – ég vil ekki tjá mig. Augljóslega, þar sem þetta tengist kosningunum 2024 og ég get ekki tjáð mig um dagskrá þingforseta. Þetta er eitthvað sem hann ákveður og við skulum ekki gleyma, að þetta tengist líka sjálfstæðu réttarfari. Þannig að hann er mjög meðvitaður og velur það, sem hann gerir, um – um – þú veist, þetta er hans mál og hans val.“

Joe Biden er að baki ákæru Alvin Bragg gegn Trump. Matthew Colangelo, æðsti saksóknari Alvins Braggs, var æðsti embættismaður dómsmálaráðuneytisins og Joe Biden sendi hann til New York árið 2022 til að fella Trump launaður af Þjóðarráði demókrataflokksins fyrir „pólitíska ráðgjöf.“ Fox News greindi frá því, að:

„Samkvæmt gögnum alríkiskjörstjórnar sem Fox News Digital skoðaði, greiddi Þjóðarráð demókrata Colangelo tvisvar þann 31. janúar 2018. Colangelo fékk tvær greiðslur upp á 6.000 dollara samtals 12.000 dollara.“

Skildu eftir skilaboð