Rúmum tveimur árum eftir að stríðið í Úkraínu hófst er atvinnuþátttaka þeirra rúmlega milljón Úkraínumanna sem komu til Þýskalands mjög lág. Þetta veldur þrýstingi á stjórnvöld sem hafa kynnt flóttafólkið sem leið til að draga úr skorti á vinnuafli. Olaf Scholz sagðo í ræðu í Potsdam um helgina að „fleiri úkraínskir flóttamenn ættu að hefja störf í Þýskalandi.“
Einungis 18% úkraínskra flóttamanna hefur atvinnu í Þýskalandi
Kanslari Þýskalands brást við nýjum upplýsingum um að færri en tveir af hverjum tíu úkraínskum hælisleitendum starfa í landinu, skrifar Focus. Þetta er mikið vandamál fyrir Þýskaland, sem er það land sem hefur tekið á móti flestum úkraínskum flóttamönnum innan ESB – 1,3 milljónum manna eða um þriðjung allra úkraínskra flóttamanna.
Samkvæmt Pólsku efnahagsstofnuninni, sem gerði athugun á mörgum löndum, þá voru aðeins 18% Úkraínumanna í Þýskalandi með vinnu í janúar 2024, sem er eitt lægsta hlutfallið í Evrópu. Til samanburðar má nefna að í Póllandi hafa 65% af úkraínskum flóttamönnum atvinnu.
Scholz sagði í ræðu sinni í Potsdam, að Þýskaland þyrfti á þessum Úkraínumönnum að halda til að vinna bug á skorti á vinnuafli. Sá skortur minnkar ekkert þótt innflytjendur frá þriðja heiminum halda áfram að streyma inn í landið á sama tíma.
Kanslari Þýskalands sagði, að þrátt fyrir að sumir Úkraínumenn hafi atvinnu, þá sé brýn þörf á „mörg hundruð þúsundum“ til viðbótar á vinnumarkaðinn.
Betra að lifa á atvinnuleysisbótum en að vinna
Ýmsar kenningar eru uppi um hvers vegna Úkraínumenn eiga svo erfitt með að aðlagast þýska vinnumarkaðnum. Í fyrsta lagi heldur atvinnuleysisbótakerfi Þýskalands aftur af ýmsum hópum frá því að fara í vinnu, þar sem það er hagkvæmara að vera atvinnulaus. Sumir þessara hópa fá einnig atvinnuleysisbætur samtímis og þeir vinna svart.
Samkvæmt Friedrich Ebert stofnuninni er þýska skrifræðið ásamt starfshæfni vinnuumsækjenda helstu hindranir fyrir Úkraínumenn að fá atvinnu. Þótt að margir Úkraínumenn séu altalandi á þýsku, eiga samt margir í erfiðleikum með tungumálið, sem er mikil hindrun fyrir suma vinnuveitendur.
Eins og margir aðrir hópar sem eru á „tímabundnum flótta“ í Þýskalandi, þá vilja margir Úkraínumenn ekki snúa aftur heim. Tæplega helmingur Úkraínumanna segir í skoðanakönnunum, að þeir vilji vera í Þýskalandi til frambúðar. Samtímis leita yfirvöld Úkraínu nýrra leiða til að þvinga karlmenn aftur til landsins svo hægt sé að senda þá á vígvöllinn.
2 Comments on “Ein milljón atvinnulausra Úkraínumanna í Þýskalandi”
Það hefði vel hægt að spinna meira við seinustu setninguna í þessari annars ágætu greiningu. Úkraínskir karlmenn sem yfirvöld í Úkraínu ná að þefa uppi eru á leið í hakkavélina.
Við eigum eftir að sjá að Evrópuþjóðir munu flestar tilkynna að allir Úkraniumenn á vissum aldri sem eru búsettir í Evrópu þurfa að tilkynna sig inn og búast við að vera sendir aftur til Úkraniu… Vestræn lönd vilja ekki stugga við bátnum eins lengi sem almenningur trúir að verið er að senda Úkraniskt fólk til baka til að taka þátt í stríðinu en ekki þeirra eigin. Þeir geta þá haldið þessu áfram.. en ég tel að þetta er bara sýnileikur… Fleiri NATO/US hermenn er verið að senda leynilega í stríðið á hverjum degi og engin umfjöllun um það.