Rumble slær til baka – gerir stórar fjárkröfur á hendur Google

Gústaf SkúlasonErlent, Ritskoðun, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Netvettvangurinn Rumble sem er vænn valkostur tjáningarfrelsis við YouTube, – kærir Google og krefst allt að einum milljarði dollara í skaðabætur. Stjórnendur Rumble telja að myndbandsvettvangur þeirra hafi tapað miklum fjárhæðum í auglýsingatekjum, þar sem Google hefur nýtt sér yfirburðastöðu á markaðinum og takmarkað getu Rumble í sölu og markaðsmálum og þar með skert samkeppnishæfni Rumble.

Mörgum finnst að YouTube, sem er í eigu Google, ritskoði pólitískt „rangt efni“ og geri öðrum fjölmiðlum og hreinskilnum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum erfitt fyrir að ná út með boðskap sinn. Margir hafa því leitað til Rumble, myndbandsvettvangs sem verndar tjáningarfrelsið og gerir öllum röddum kleift að heyrast.

Rumble telur, að Google setji stein í götu tjáningarfrelsisins og Rumble. Samkvæmt Rumble hafa miklar fjárhæðir tapast í auglýsingatekjum, þar sem Google notar yfirburði sína í auglýsingatækni til að hindra getu myndbandsvettvangsins til samkeppni og að ná út.

Slær til baka – kærir Google í annað sinn

Núna fer Rumble í mál við tæknirisann. Vefblaðið Axios greinir frá því, að Rumble kæri Google fyrir allt að milljarð dollara fyrir ólöglega lokun fyrir auglýsingar keppinauta sinna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rumble stefnir Google. Fyrsta málið var árið 2021 þegar talið var að tæknirisinn hafi hagrætt þannig, að fólk sá YouTube myndbönd í leitarniðurstöðum Google. Google vildi á sínum tíma að dómarinn vísaði málinu frá sem ekki var gert.

Rumble stækkar stöðugt

Rumble vex jafnt og þétt og sífellt fleiri skrá sig á myndbandsvettvanginn. Á fyrsta ársfjórðungi 2023 fékk Rumble 17,6 milljónir dollara í tekjur . Það var 336% aukning miðað við fyrsta ársfjórðung 2022. Virkum notendum fjölgaði mjög og tími myndbandsefnis sem hlaðið var upp jókst um 82%.

Skildu eftir skilaboð