Fyrrum framhaldsskólakennari sendir opið bréf til menningarráðherra og útvarpsstjóra vegna forsetakosninga

frettinFjölmiðlar, Innlent, KosningarLeave a Comment

Tómas Ísleifsson, fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, hefur sent opið bréf til fjölmiðla þar sem hann biður um að Ríkisútvarpið skoði ábendingar sínar gaumgæfilega og að því loknu verði hugmyndum hans hrundið í framkvæmd.

Tómas fer fram á að dagskrá Ríkisútvarpsins/Sjónvarps verði felld niður milli klukkan 20:00 og 23:00 á einum af eftirtöldum dögum:

Á föstudeginum 24 maí, laugardeginum 25 maí, sunnudeginum 26. maí eða mánudeginum 27. maí. þess stað verði það kvöld, efnt til framboðsfundar í sjónvarpssal með forsetaframbjóðendum og fyrirhugaður fundur frambjóðenda í sjónvarpssal 31. maí ef til vill felldur niður.

Í bréfinu er bent á að forsetakosningar séu einstakar. Landið er eitt kjördæmi og við veljum einn einstakling til að verða varðmaður þjóðar. Í þeirri kosningabarátu sem nú fer fram eru fjölmiðlar í eigu hagsmunaklíka berir að því að stýra vali kjósenda. Morgunblaðið og fleiri fjölmiðlar hafa brugðist siðferðilegri skyldu sinni að upplýsa, en í þess stað stundað þöggun. Í meira en tvær vikur hafa málgögnin elt fjóra til fimm frambjóðendur, sem kjósendur „eiga“ að velja á milli - aðrir komi ekki til greina!

Ríkisútvarpið getur gert betur, en nú er áætlað, til að uppfylla siðferðilegar og lagalegar skyldur stofnunarinnar. Það verður betur gert ef umhugsunartími þjóðarinnar, frá fundi frambjóðenda í sjónvarpssal, verður lengdur í fimm til átta daga í stað einnar nætur.

Bréfið í heild sinni má lesa hér neðar:

Skildu eftir skilaboð