Hæstaréttardómarinn Samuel Alito er sagður hafa flaggað bandaríska fánanum á hvolfi á heimili sínu í Alexandríu í Virginíu til að mótmæla svindli í forsetakosningum árið 2020.
Samkvæmt fréttum vinstri miðilsins The New York Times, þá staðfesta ljósmyndir og frásagnir sjónarvotta frá nágrönnum að heimili dómarans Alito hafi flaggað fánanum á hvolfi þann 17. janúar 2021. Var það aðeins dögum eftir uppþotið við Bandaríkjaþing, Capitol, þann 6. janúar og skömmu fyrir innsetningu Joe Biden.
Justice Alito, neitar í yfirlýsingu til The New York Times, að hann hafi dregið fánann að hún þennan dag og segir eiginkonu sína Martha-Ann Alito hafa gert það sem viðbrögð við ögrandi og móðgandi garðskiltum nágrannanna. Alito sagði við Times:
„Ég tók enga þátt í uppsetningu fánans. Frú Alito var að mótmæla andstyggilegu og persónulega móðgandi orðalagi nágrannanna á skiltum í garðinum.“
Að flagga fána á hvolfi er viðurkennt sem neyðarmerki „þegar um er að ræða mikla hættu fyrir lífi eða eignum.“ Það er í eðli sínu ekki pólitísk yfirlýsing.
Lagasérfræðingar greina frá því í viðtölum, að hér sé augljóst brot á siðareglum sem sem eiga koma í veg fyrir hlutdrægni og skapi efasemdir um hlutleysi Alito í málum sem tengjast kosningunum og Capitol-uppþotinu. Amanda. Frost, lagaprófessor við háskólann í Virginíu sagði:
„Hann ætti ekki að hafa fánann þannig í garðinum hjá sér sem skilaboð til heimsins, þótt maki hans eða einhver annar sem býr á heimilinu hafi gert það (dregið fánann á hvolfi að hún). Þetta er ígildi þess að setja „Stop the Steal“ skilti í garðinn þinn, sem er vandamál ef þú ert að dæma í kosningatengdum málum.“
Viðtöl sýna að eiginkona dómarans, Martha-Ann Alito, hafði átt í deilum við nágrannafjölskyldu í blokkinni vegna skilti á grasflöt þeirra gegn Trump. Nágrannarnir túlkuðu fánann á hvolfi sem pólitíska yfirlýsingu hjónanna.
Hegðun hæstaréttardómara hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu þar sem vinstrimenn eru að reyna að bola burtu íhaldssömum dómurum á borð við Samuel Alito og Clarence Thomas.