Hvort land er hluti af ESB sést á ESB-fánanum á stjórnarbyggingum þess. Núna vilja ítalskir fullveldissinnar fjarlægja ESB-fánann af öllum opinberum byggingum landsins.
Þjóðarflokkurinn Lega er í ríkisstjórnarsamstarfi á Ítalíu og er orðinn leiður á eilífri áminningu um ESB. Samkvæmt frétt Reuters, þá segir Claudio Borghi, einn af frambjóðendum flokksins til ESB-þingsins, að einungis eigi að leyfa ítalska fána fyrir utan opinberar byggingar.
Til að gera það kleift, þá mun hann leggja fram frumvarp sem fellir lög úr gildi frá 1998. Samkvæmt þeim lögum ber að draga ESB-fánann að húni fyrir utan allar stjórnarbyggingar.
Bandalag gegn ESB og skefjalausum fólksinnflutningi
Lega er hluti af flokkshópnum „Identity and Democracy, ID“ á ESB-þinginun. Aðrir í hópnum eru Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, franska Þjóðfylkingin, Vlaams Belang frá Belgíu, FPÖ frá Austurríki og Dansk Folkeparti. Flokkshópnum er spáð miklum sigri í ESB-kosningunum í sumar. Talið er að flokkarnir muni fjölga sætum sínum á Evrópuþinginu á kostnað umhverfisverndarsinna.
Kosningamál ítalska flokksins, ID, er að stöðva fjöldainnflutninginn, berjast gegn loftslagssamsærinu og alræðishyggju ESB. Skilaboð ID eru skýr: Sjálfsákvörðunarréttur Ítala vegur þyngra en ákvarðanir ESB.