Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Ekki kom á óvart að Birta Björnsdóttir blaðamaður kæmi nýlenskunni til varnar. Hún er meðal þeirra verstu sem starfa á RÚV hvað nýlenskuna varðar. Hún segir þau þegar á að segja þeir. Hún segir öll þegar segja á allir, flest þegar á að segja flestir. Birta er með svo slæmt málfar að stundum er ekki hægt að hlusta á hana. Hlusta ekki þegar hún er á skjánum. Bjánaleg og röng notkun tungumálsins virðist henni hugleikið.
Nei Birta tungumálið á ekki að tala eins og fólki dettur í hug. Málfræðireglur segja til um það. Þú verð tungumál sem 0.5% þjóðarinnar vill að sé talað. Ef þetta fólk móðgast þegar við notum íslenskuna eins og á að gera verður svo að vera. Um 98% þjóðarinnar vill rétt málfar í fjölmiðlum, ekki duttlungamál ykkar blaðamanna. Málfræðin hefur ekkert með kyn einstaklinga að gera. Blaðamenn sýna vont fordæmi með því að tala vitlaust mál. Myndi fólk segja að Osló sé í Danmörku af því einhverjum dettur í hug að endurnefna Kaupmannahöfn. Sambærilegt!
Auðvitað á að draga blaðamenn RÚV til ábyrgðar þegar þeir nota íslenskuna rangt. Hvern annan? Þið stjórnið sjálf hvernig þið talið og veljið að nota tungumálið á rangan hátt, bæði í ræðu og riti. Hættið nú hermennsku ykkur gagnvart tungumálinu. Móðgist einhver smá hluti þjóðarinnar vegna réttrar notkunar á tungumálinu verður svo að vera. Hinum líkar betur og rétt notkun er góð fyrirmynd.
Blaðamenn sem verja kolranga málnotkun þurfa á endurmenntun að halda, rifja upp íslenska málfræði og málanotkun.
Þeir gætu kannski byrjað á þessum skrifum um málfar í fjölmiðlum. Kennir blaðamönnum mikið.
Eiður sálugi Guðason var fréttamaður sem talaði vandað mál. Blaðamenn ættu að lesa pistlana hans þó gamlir séu. Lesið hér.
Baldur Hafstað hefur skrifað nokkra pistla um afkynjun tungumális, blaðamenn ættu að drekka þá í sig, mikinn fróðleik að finna í þeim.
Höfundur er kennari.