Rauðgræna borgarstjórn Gautaborgar vill, að borgin hætti að kaupa vörur frá Ísrael og öðrum „hernámsveldum“ segir í frétt sænska sjónvarpsins SVT. Tillagan felur í sér hertar innkaupareglur borgarinnar og miðar að því að forðast eins og kostur er vörur frá löndum sem að mati borgarstjórnar hernema önnur ríki.
Auk Ísraels eru lönd eins og Marokkó og Rússland einnig nefnd sem „hernámsveldi.“ Óljóst er hvort Gautaborg kaupir vörur frá þessum löndum. Jonas Attenius krati, formaður bæjarstjórnar, segir við SVT:
„Við vitum það ekki nákvæmlega í dag. Skattfé Gautaborgara á ekki að fara til hernámsveldanna.“
Stjórnarandstöðumaðurinn Axel Josefson, móderati, gagnrýnir tillöguna. Hann segir:
„Ég held að þetta sé popúlismi. Þeir setjast í kjöltu Hamas.“
„Núna sniðgöngum við Ísrael“
Gertrud Ingelman, Vinstri flokknum , tjáir sig um áætlunina sjá hér að neðan á X:
„Núna sniðgöngum við Ísrael. Sem fyrsta sveitarfélag í Svíþjóð mun Gautaborg hætta að kaupa ísraelskar vörur. Umheimurinn verður að setja pressu á Ísrael. Þess vegna er það mikilvægt að sniðganga ísraelskar vörur. Sniðgöngum Ísrael, lifi Palestína!“