Santiago Abascal, flokksleiðtogi íhaldsflokksins Vox á Spáni ræðir um íslam á myndbandi sem hefur verið mikið deilt á samfélagsmiðlum (sjá að neðan). Santiago Abascal telur að íslam sé ógnvaldur og algjörlega ósamrýmanlegt spænsku samfélagi. Hann varar einnig við framtíðarafleiðingum íslamavæðingarinnar fyrir samfélagið.
Abascal birti myndbandið 10. maí. Hann segir:
„Ósamrýmanlegir lífsstílar geta ekki lifað saman í sama hverfi án þess að valda gífurlegum skaða. Íslam er ósamrýmanlegt Vesturlöndum.”
Ósamrýmanlegir lífshættir geta ekki lifað saman
Abascal hefur áhyggjur af árekstrum ólíkra siðmenningaheima sem eiga sér stað á Spáni.
„Sumir trúa því, að ósamrýmanleg lífshættir geti lifað saman. Nei. Ósamrýmanlegir lífshættir geta ekki lifað saman hver með öðrum.”
Hann benti sérstaklega á veru sjaríafylgjandi blæjustúlkna í Katalóníu sem sýnilegt merki um innrás íslamskra laga og rýrnun vestrænna lýðræðislegra meginreglna.
Abascal dregur ekki úr orðum í þeirri skoðun sinni að múslímskir innflytjendur séu bein ógn við samfélagsgerð Spánar og þjóðerniskennd. Hann varar við sjálfsánægju og vísar til skilaboða sem mæla fyrir því að lýðræði verði skipt út fyrir sharia í Evrópu. Hann lýsir hugsanlegum afleiðingum þessarar hugmyndafræðilegu átaka, þar á meðal banvænum ofsóknum gegn LGBTQ fólki og kæfingu einstaklingsfrelsis.
Hann spáir einnig skelfilegri framtíð fyrir spænskar stúlkur sem munu neyðast til að fara að klæðaburði múslima.
Óþægilegur sannleikur
Vox leiðtoginn hvetur Spánverja til að horfast í augu við raunveruleikann og þau vandamál sem stafa af þessum menningarmismun. Þrátt fyrir ásakanir um útlendingahatur er Abascal staðfastur í boðskap sínum sem stendur á grundvelli sannleikans í stað fordóma:
„Auðvitað eru vandamál til staðar um sjálfsmyndina. Það verður að segjast. Einhver mun segja: „Þetta er útlendingahatur.” Kallaðu það hvað sem þú vilt. Þetta er sannleikurinn.”
Sjá myndskeið með ræðu Santiago Abascal hér að neðan: