Svíþjóð: Skotárásir, manndráp, skotárásir, manndráp….

Gústaf SkúlasonErlent, SkotárásirLeave a Comment

Þessi helgi var dæmigerð skotárásarhelgi í Svíþjóð. Nýjasta skotárásin í morgun. Í einu dæmi var skotið á íbúð þar sem barnafjölskylda á heima.

Fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið fékk lögreglan tilkynningu um skotárás í Tyresö í Stokkhólmi. Þegar lögreglan kom á vettvang sá hun að skotið hafði verið á inngang fjölbýlishúss. Enginn særðist svo vitað sé. Lögreglan rannsakar gróft vopnabrot.

Barnafjölskylda

Klukkan 5 sunnudagsmorgun er lögreglu tilkynnt, að einhver hafi skotið inn um glugga á íbúð í miðbæ Uddevalla. Þegar lögreglan kemur á staðinn uppgötvar hún gat á glugga og í þaki. Fredrik Svedemyr, blaðafulltrúi lögreglunnar, segir við SVT:

„Það var fullorðinn með tvö börn í íbúðinni en enginn særðist.“

Lögreglan fann sönnunargögn á vettvangi og kæra gerð um grófan vopnaglæp og morðtilraun.

Dulbúinn sem matarsendill

Klukkan 21:00 á sunnudagskvöld heyrðust háir hvellir í fjölbýlishúsi í Flemingsberg í Suður-Stokkhólmi. Skv. sænska sjónvarpinu  var karlmaður á sextugsaldri skotinn inn um íbúðarhurðina af manni sem þóttist vera matarsendill. Að sögn lögreglu eru meiðsli mannsins alvarleg en ekki lífshættuleg.

Maðurinn er talinn skyldmenni meðlims eins glæpahópsins. Frumrannsókn hafin á tilraun til manndráp. Enginn hefur verið handtekinn en tveir hafa verið færðir til yfirheyrslu.

Drepinn

Á mánudagsmorgun var aftur skotárás, að þessu sinni í Bredäng í Stokkhólmi. 5.30 var lögreglunni tilkynnt um sprengingar í íbúðahverfi og reyndist það vera 45 ára karlmaður sem hafði verið skotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl með lífshættulega áverka og lést síðar af sárum sínum. Helena Boström Thomas, blaðafulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi, segir við SVT:

„Við getum staðfest, að hann er látinn og að nánustu ættingjum hafi verið tilkynnt.“ 

 

Skildu eftir skilaboð