Framboðsfundur á Græna hattinum í kvöld kl. 20

frettinInnlent, KosningarLeave a Comment

Forsetafundur verður haldin á Græna hattinum Akureyri kl. 20 í kvöld. Streymt verður beint af fundinum hér inn á Fréttin.is og á facebook síðu Fréttarinnar.

Fimm frambjóðendur mæta til leiks, þau Ástþór Magnússon, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.

Fundurinn er m.a. haldin til að mótmæla því að Stöð 2 hafi ekki boðið þessum frambjóðendum til lýðræðislegra umræðna í kappræðum frambjóðenda sem haldin var í síðustu viku. Miðillinn ákvað að bjóða einungis þeim sex efstu samkvæmt skoðanakönnunum.

Frambjóðendurnir segja að það sé mikilvægt að kjósendur fái að kynnast frambjóðendum á sem víðtækastan hátt, og er fundurinn í kvöld einn liður að því.

Fundinum verður streymt beint undir þessari frétt um leið og útsending hefst:

Skildu eftir skilaboð