Noregur, Írland og Spánn styðja ríki Palestínu – Ísrael kallar sendiherra heim

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Abbas og Hamas fagna sigri, þegar fleiri lönd bætast í hóp þeirra sem viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

The Times of Israel greinir frá því að leiðtogar Noregs, Írlands og Spánar hafi tilkynnt miðvikudag, að þeir myndu viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Jonas Gahr Store forsætisráðherra Noregs og Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar sögðu að lönd þeirra myndu formlega viðurkenna Palestínu 28. maí. Gahr Store sagði á blaðamannafundi:

„Það verður enginn friður í Miðausturlöndum nema að viðurkenning liggi fyrir.“

Forsætisráðherra Írlands, Taoiseach Harris, sagði viðurkenninguna „sögulegan og mikilvægan dag fyrir Írland og Palestínu.“ Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sagði ákvörðun um viðurkenningu Palestínu vera fyrir „frið, réttlæti og samræmi.“

Hörð viðbrögð frá Ísrael

Jerúsalem brást reiðilega við tilkynningunum og kallaði sendiherra sína samstundis heim til samráðs frá Írlandi, Spáni og Noregi. Israel Katz utanríkisráðherra Ísraels sagði:

„Ég sendi ótvíræð skilaboð… Ísrael mun ekki láta þetta mál fara þegjandi í gegn.“ 

Hann kallaði einnig sendiboða ríkjanna þriggja í Ísrael inn á teppið fyrir „alvarlegar áminningar“ og sagði að þeim yrðu sýndar myndir af ráninu á fimm kvenkyns ísraelskum hermönnum 7. október í tilefni árásar Hamas-samtakanna, sem átti að birta opinberlega á miðvikudagskvöldið. Katz sagði í yfirlýsingu:

„Myndbandið mun undirstrika fyrir þeim hversu brenglaða ákvörðun ríkisstjórnir þeirra tóku. Skref þeirra munu fá alvarlegar afleiðingar.“

Verið að verðlauna Hamas og Íran fyrir hryðjuverk

Katz sagði:

„Írland og Noregur senda þau skilaboð til Palestínska fólksins og alls heimsins, að hryðjuverk borgi sig. Þessi lönd eru að verðlauna Hamas og Íran.“

Ísraelar hafa haldið því fram, að litið yrði á einhliða viðurkenningu á palestínsku ríki núna sem verðlaun fyrir árás Hamas í suðurhluta Ísraels 7. október þar sem um 1.200 manns voru slátrað og 252 rænt og margir þeirra enn í gíslingu á Gaza. Katz sagði að viðurkenningin myndi skaða möguleika þess að ná til baka þeim 128 gíslum sem Hamas hefur enn í haldi eða er búið að drepa.

Bassem Naim, eldri meðlimur pólitísku nefndar Hams sagði við fréttastofu AFP:

„Þessar viðurkenningar eru bein afleiðing af hugrakkri andspyrnu okkar og hinni goðsagnakenndu staðfestu palestínsku þjóðarinnar… Við teljum að það muni verða þáttaskil í alþjóðlegri afstöðu til Palestínumálsins.“

Skildu eftir skilaboð