Stofna félag fólks sem glímir við sprautuskaða

frettinCovid bóluefni, Heilbrigðismál, Innlent1 Comment

Árni Freyr Einarsson og Gunnar Ársæll Ársælsson eru báðir með sprautuskaða eftir COVID-bólusetningar og taka þátt í stofnfundi félags fólks með sprautuskaða og aðstandendur þeirra, þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Árni og Gunnar fóru í bólusetningu við Covid-19 eins og meirihluti Íslendinga þegar byrjað var að „bólusetja“. Þeir urðu í kjölfarið fyrir miklum heilsumissi og hafa ákveðið að stofna samtök fyrir fólk sem lent hefur í svipuðum áföllum eftir bólusetningu.

Í fantaformi fyrir bólusetninguna

Árni segist hafa fengið Moderna „bóluefnið“ og fengið fyrri sprautu þann 6. júní 2021 og þá seinni ca. þrem vikum seinna.

Árni greinir frá því að hann hafi veikst og byrjað að finna fyrir verkjum fyrir hjartanu og doða og vaknað með náladofa í útlimum og stundum varla getað staðið á fætur. Hann tekur fram að þegar þarna er komið hafi hann ekki verið búinn að fá Covid-19 en hann hafi varla fundið fyrir sjúkdómnum sjálfum og lýsir því eins og vægu kvefi.

Aðspurður segir Árni að hann hafi leitað til læknis í kjölfarið og hafi svo verið sendur í ýmsar rannsóknir og í ljós kemur að hann er með hjartavöðvabólgu sem nú er viðurkennt sem algeng aukaverkun af „bólefnunum“ og að slík tilvik séu orðin ansi mörg.

Árni segist hafa verið í fantaformi fyrir bólusetninguna og duglegur að ganga á fjöll og stunda ræktina.

Náði varla andanum

Gunnar segist hafa starfað sem verslunarstjóri í Krónunni og verið nýbúinn að kaupa sér íbúð uppi á fjórðu hæð þegar hann veikist.

Hann segir að líkaminn hafi byrjað að gefa merki um að hann sé súrefnislaus og sé alveg að kafna og þá fyllist hann ofsakvíða og nái varla andanum.

Hann segir nágrannana sem komu að honum hafa orðið skelfingu slegna að sjá hann og hann fundið fyrir miklum ótta sjálfur við þetta. Ef hann svo komst upp stigann þá varð hann að fara út á svalir og leggjast þar fyrir til að fá kalt og ferskt loft því köfnunartilfinningin innandyra var yfirþyrmandi.

Hann segist hafa verið íþróttamaður í góðu formi alla sína ævi fram að þessu en ástandið á honum eftir sprautur sé allt annað.

Fréttin er eini vefmiðillinn á Íslandi sem fjallað hefur um sprautuskaða vegna Covid bólusetninga frá upphafi, hægt að að skoða gagnabankann hér.

Þá tók Fréttin einnig viðtal við Gunnar Ársæl árið 2022 og viðtal við Árna sem má finna hér og hér.

Stofnfundurinn verður haldinn á Hótel Kríunesi, sunnudaginn 26. maí, kl. 16.

Viðtalið á Bylgunni í morgun má hlusta á hér neðar:

One Comment on “Stofna félag fólks sem glímir við sprautuskaða”

Skildu eftir skilaboð