Erlendur réðst á unga stúlku við Víðistaðaskóla snemma í gærmorgun. Greip maðurinn fyrir munn stúlkunnar og tók hana hálstaki. Faðir stúlkunnar biðlar til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að hafa varann á.
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að málið sé á borði lögreglu og segir það fjórða atvikið af slíkum toga á fjórum vikum.
Öll málin hafa komið upp í Hafnarfirði, og hefur lögreglan því aukið eftirlit sitt í bænum vegna þeirra. Rannsókn lögreglu snýr m.a. að því hvort um sama mann er að ræða í öll skiptin, en hún leggur jafnframt áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við.
Mbl.is greinir frá því að viðbrögð stúlkunnar, sem er tæplega tólf ára, hafi verið afar sterk en að sögn föður hennar komst hún undan með því að gefa manninum olnbogaskot, sparka í hann og bíta í hendi hans.
Ein mynd hafi náðst úr fjarska af fyrra atviki og sést þar að árásarmaðurinn var klæddur í appelsínugula yfirhöfn. Þrjú barnanna hafi sagt árásarmanninn hafa verið klæddan í appelsínugult en árásarmaður stúlkunnar í gær hafi verið svartklæddur að hennar sögn.
Samkvæmt vitnisburði barnsins þá hafi maðurinn byrjað að blóta á erlendri tungu er hún barðist á móti, en ekki á tungumáli sem hún þekkti. Hún hafi ekki getað sagt hvaða tungumáli en gat þó útilokað ensku, pólsku og dönsku, sem hún þekki af heyrn.
Lögreglan gaf út nýja tilkynningu vegna málanna í dag, sem má sjá hér neðar:
One Comment on “Erlendur maður veitist að börnum og reynir að nema á brott – lögreglan sendir frá sér tilkynningu”
Þetta er í boði allra stjórmálaflokka sem núna eru í ríkisstjórn… Ábyrgðin er þeirra!