Ný rannsókn sýnir að D3-vítamín gæti hjálpað til við að lækna eða koma í veg fyrir hjarta- og æðaskemmdir

frettinErlent, Heilsan, InnlentLeave a Comment

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við háskólann í Ohio sem sýnir að D3-vítamín gæti hjálpað til við að laga skemmdir á hjarta- og æðakerfi. ,,ATHENS, Ohio (29. janúar 2018) 30/1/2018 International Μagazine NANOMEDICINE“ 

Í rannsókninni kom fram að D3-vítamín, sem líkaminn framleiðir náttúrulega þegar húðin nýtur sólar, getur komið í veg fyrir skemmdir á hjarta- og æðakerfi af völdum ýmissa sjúkdóma eins og háþrýstingi, sykursýki og æðakölkun.

,,Almennt er D3-vítamín tengt beinheilsu, en á undanförnum árum hafa hins vegar klínískar rannsóknir komist að því að margir sjúklingar sem hafa fengið hjartaáfall hefur skort D3 vítamín. Það þýðir ekki að skorturinn hafi valdið hjartaáfallinu, en það jók hættuna á hjartaáfalli,“ sagði Malinski. ,,Við notum nanóskynjara til að sjá hvers vegna D3-vítamín getur verið gagnlegt, sérstaklega fyrir virkni og endurheimt hjarta- og æðakerfisins.“

Teymi Malinski hefur þróað einstakar aðferðir og mælikerfi með því að nota nanóskynjara, sem eru um það bil 1/1000 af mannshári, til að fylgjast með áhrifum D3-vítamíns á stakar æðaþelsfrumur, mikilvægan stjórnunarþátt hjarta- og æðakerfisins .
Uppgötvunin í þessum rannsóknum var að D3-vítamín er öflugt og örvar köfnunarefnisoxíð (NO), sem er mikilvæg boðsameind í stjórnun blóðflæðis og kemur í veg fyrir myndun tappa í hjarta- og æðakerfi. Að auki minnkaði D3-vítamín verulega magn oxunarálags í hjarta- og æðakerfi.

Mikilvægast er að þessar rannsóknir sýna að meðferð með D3-vítamíni getur verulega endurheimt skemmdir á hjarta- og æðakerfinu af völdum margra sjúkdóma, þar á meðal háþrýstings, æðakölkunar og sykursýki og dregur úr hættu á hjartaáfalli. Þessar rannsóknir, sem gerðar voru á frumum frá hvítum Bandaríkjamönnum og Afríku-Ameríkumönnum, gáfu svipaðar niðurstöður fyrir báða þjóðernishópana.

,,Það eru ekki mörg, ef nokkur, þekkt kerfi sem hægt er að nota til að endurheimta hjarta- og æðaþelsfrumur sem eru þegar skemmdar en D3-vítamín getur gert það,“ sagði Malinski. „Þetta er mjög ódýr lausn til að gera við hjarta- og æðakerfið. Við þurfum ekki að þróa nýtt lyf. Við höfum það nú þegar.“

Þessar rannsóknir, sem gerðar voru við háskólann í Ohio, eru þær fyrstu til að bera kennsl á sameindakerfi D3-vítamíns og endurheimta starfsemi skemmds æðaþels í hjarta- og æðakerfi. Þó að þessar rannsóknir hafi verið gerðar með því að nota frumulíkan af háþrýstingi, er vísbending um að D3-vítamín á vanvirkt æðaþel sé mun víðtækara.

Vanstarfsemi æðaþels er samnefnari margra hjarta- og æðasjúkdóma, sérstaklega þeirra sem tengjast blóðþurrðartilvikum. Þess vegna benda höfundar rannsóknarinnar á að D3-vítamín geti verið klínískt mikilvægt við endurheimt óvirks hjartaþels eftir hjartaáfall og háræðaþels. Einnig eftir blóðþurrð í heila, æðakvilla, sykursýki og æðakölkun.

Þessi tillaga er studd af nokkrum klínískum rannsóknum sem benda til þess að D3-vítamín í stærri skömmtum en nú er notað til meðferðar beinasjúkdóma, gæti verið mjög gagnlegt við meðferð á vanvirku hjarta- og æðakerfi. Rannsóknin var gerð af Marvin og Ann Dilley White Chair ásamt hinum virta prófessor dr. Tadeusz Malinski og tveimur framhaldsnemum, þeim Alamzeb Khan og Hazem Dawoud. Rannsóknin hefur verið birt í International Journal of Nanomedicine. ,,Malinski prófessor hefur alþjóðlegt orðspor fyrir framúrskarandi og nýstárlegar rannsóknir sem tengjast hjarta- og æðakerfi,“ sagði Robert Frank, deildarforseti háskólans í Ohio. ,,Þetta nýjasta verk er enn eitt dæmið um áhrif hans á þessu sviði.“

Heimildir
Alamzeb Khan o.fl. 2018. Nanomedical rannsóknir á endurheimt nituroxíð/peroxýnítríts jafnvægis í óvirku æðaþeli með 1,25-díhýdroxý vítamín D3 – klínísk áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. International Journal of Nanomedicine 13: 455-466; doi: 10.2147/IJN.S152822
https://www.dovepress.com/nanomedical-studies-of-the-restoration-of-nitric-oxideperoxynitrite-ba-peer-reviewed-article-IJN
https://www.eurekalert.org/pub_releases/2018-01/ou-ous013018.php
https://www.doctorsformulas.com/en/category/newsposts/vitamin-d3-repairs-cardiovascular-system-damage.htm

Greinin birtist fyrst á Heilsuhringurinn.

Skildu eftir skilaboð