Trúleysið eykst hjá ungum Finnum

Gústaf SkúlasonErlent, Trúmál1 Comment

Trúarbragðaskortur hefur tekið yfir sem almennur siður ungra Finna samkvæmt nýjustu æskukönnunum. Aðeins fimmtungur þeirra sem eru undir þrítugu telja sig vera trúaða í dag.

Um 60% á aldrinum 15–29 ára segjast ekki vera trúaðir. Á sama tíma líta 22% á sig sem trúaða, þar af segir helmingur að þeir séu mjög trúaðir. Sex prósent segjast hafa andlega trú en en ekki aðhyllast nein trúarbrögð. Frá könnun sem gerð var árið 2006, þegar 41% ungmenna lýstu sig trúuð hefur því orðið mikil breyting.

Af þeim sem eru trúaðir finnst 17% þeir vera minnihlutahópur vegna hugmyndafræðilegra skoðana sinna en 12% sögðust upplifa það sama vegna trúarskoðana sinna. Á sama tíma fannst aðeins sex prósent aðspurðra sem ekki voru trúaðir þeir tilheyra minnihlutahópi.

Tomi Kiilakoski hjá rannsóknarfyrirtækinu „Nuorisotutkimussura“ segir við ríkismiðilinn Yle Sú mynd er að hverfa, líf ungs fólks verður sífellt trúlausara.

– Trúarbrögð eru komin í minnihlutastöðu og orðin að undirmenningu. Lengi hefur verið talið ríkjandi að vera trúaður á einhvern hátt eða að minnsta kosti að þekkja siði og venjur ákveðinnar trúarbragða. Sú mynd er að hverfa, líf ungs fólks verður sífellt trúlausara.“

Ennfremur segjast 62% aldrei hafa heimsótt kirkju eða aðra trúarlegar byggingar nema í brúðkaupum, jarðarförum og öðrum venjulegum viðburðum.

One Comment on “Trúleysið eykst hjá ungum Finnum”

  1. Þeir telja sig ekki þurfa Guð, halda að NATO nægi.
    Góða nótt Finnland.

Skildu eftir skilaboð