Eftir hrollvekjumálverk af Karli III. Bretakóngi birtist ömurlegt málverk af Kate prinsessu

Gústaf SkúlasonErlent, KonungsfjölskyldurLeave a Comment

Það virðast vera einhver samhliða örlög yfir Karl III. Bretakonungi og Kate Middleton, tengdadóttur hans, prinsessu af Wales. Harry Bretaprins gaf þeim báðum á baukinn í minningarbókinni „Spare” og sagði þau vera „rasista konungsfjölskyldunnar“ fyrir að hafa spurt „hversu dökk“ húðin væri á syni hans Archie. Stuttu síðar veiktust þau bæði á dularfullan hátt berjast við illkynjað krabbamein.

Núna, skömmu eftir að Charles konungur afhjúpaði hið hrollvekjandi og umdeilda málverk af sér sem vakið hefur umræður um samband við bæði víti og myrkrarhöfðingjann, þá birti tímaritið Tatler mynd af nýju málverki af Kate prinsessu sem fer fyrir brjóstið á mörgum.

Hið nýja útlit prinsessunnar af Wales, sem er málað af listakonunni Hannah Uzor, er að sögn ekki opinbert málverk.

The New York Post greinir frá því,að myndin sýni Middleton, 42 ára, í hvítum kjól, nokkurs konar sloppi með bláu bandi og með kórónu. Listakonan sagði við tímaritið, að hún hefði eytt löngum tíma í að athuga Kate, skoða myndirnar hennar, horfa á myndbönd af henni, sjá hana með fjölskyldu sinni, sjá hana í diplómatískum heimsóknum, sjá hana þegar hún er að róa eða heimsækja börn í sjúkrahús.

Konunglegir aðdáendur og áhorfendur voru þrumu lostnir og málverkið ekki líkjast prinsessunni.

„Þetta er hræðilegt – einhvern veginn, ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar – þetta lítur út eins og lélegt [framhaldsskóla]verkefni! sagði einn. NýtAnnar spurði: Er þetta brandari? Kannski hefur listamaðurinn lélagt minni af því, hvernig prinsessan lítur út?“

Skildu eftir skilaboð