Leiðtogi Hamas þakkar stuðningsmönnum erlendis fyrir að vera hluti af tortímingarflóði Gyðinga

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Khaled Mashal, háttsettur embættismaður Hamas,  þakkaði  opinberlega stúdentum í Bandaríkjunum fyrir að mótmæla Ísrael og þátttöku þeirra í „Al-Aqsa flóða“ stríðinu.

Strax eftir hryðjuverkaárásir Hamas á óbreytta borgara þann 7. október, kallaði Mashal eftir alþjóðlegri uppreisn múslima (sjá X að neðan) til stuðnings Palestínu. Hann lagði áherslu á nauðsyn fórnarlyndis múslíma og að þeir gerðust þátttakendur í heilaga stríðinu. Það þýðir að þeir séu fúsir til að bjóða blóð sitt og sál til að koma málstað Palestínumanna á framfæri.

Hann hvatti múslima til að sýna reiði, ekki bara í múslímskum ríkjum, heldur einnig í samfélögum vantrúaðra um allan heim.

Þakkar þeim sem mótmæla Ísrael út um allan heim

Í ávarpi 18. maí 2024 á ráðstefnunni „Flóð hinna frjálsu“ sem Bræðralag múslima stóð fyrir í Istanbúl í Tyrklandi, þakkað Mashal öllum þeim sem mótmæla Ísrael fyrir að leggja sitt af mörkum fyrir Hamas. Mashal sagði:

„Við þökkum fyrir frábært nemandaflóð, sem kom frá bandarískum, evrópskum og vestrænum háskólum og hefur náð til allra landa þjóðar okkar. Við erum þakklát fyrir þann anda sem við höfum orðið vitni að í þjóð okkar og hjá öllu mannkyni. Við erum þakklát hinu frjálsa fólki í heiminum.“

„Við höfum tækifæri til að sigra Ísrael, ef Allah vill. Við höfum tækifæri til að leggja niður fyrirtæki Síonismans. Við höfum tækifæri til að breyta heiminum.“

Sendið peninga svo heilagastríðsmenn okkar geti keypt vopn

Mashal ræddi síðan þau skref sem eru „nauðsynleg“ fyrir mótmælendur Ísraels. Í fyrsta lagi eiga mótmælendur að halda áfram því sem þið byrjuðu með strax eftir 7. október:

„Athafnirnar og áætlanirnar sem þið hafið verið með undanfarna átta mánuði – þeim skuluð þið halda áfram. Haldið áfram heilaga stríðinu með peningagjöfum. Við þurfum stöðugt fjárhagslegt flóð til stuðnings Gaza, til að veita fólkinu skjól, aðstoð og mat, til stuðnings heilagastríðsmönnum og til að kaupa vopn handa þeim.“

Gerið „umsátur“ um sendiráð Ísraels og Bandaríkjanna

Þá hvatti hann mótmælendur til að „gera umsátur“ um sendiráð Ísraela og Bandaríkjanna.

„Við viljum flóð í formi umsáturs um ísraelsk og bandarísk sendiráð. Við viljum stöðuga reiði sem stöðvar yfirgang þeirra. Við viljum fjölmiðlaflóð sem kemur skilaboðum okkar til skila. Við viljum að hin sanna palestínska frásögn fái útbreiðslu og verði alls ráðandi á samfélagsmiðlum og öðrum vettvangi. Við viljum flóð lagaaðgerða eins og í Haag. Við eigum að lögsækja glæpamennina. Við stöndum með Suður-Afríku og þeim löndum sem núna hafa samþykkt þetta – Tyrkland, Líbýa og Egyptaland.“

Útrýming Gyðinga er gott fyrir mannkynið

„Í dag ber okkur ríkari skylda til að gera meira en allt sem við höfum gert áður. Við sjáum blessaða þátttöku í heilagastríðinu á mörgum vígstöðvum og við erum þakklát fólkinu sem stendur að því. Við munum samræma að fullu baráttuna á vígvellinum. Í dag viljum við flóð hins heilaga stríðs og andspyrnu.“

„Það er gott fyrir mannkynið, vegna þess að útrýming síonista er gott fyrir mannkynið í heild sinni.“

Útrýmum eiturnöðrunni Ísrael

Á sömu ráðstefnunni um flóð þeirra frjálsu, hvatti indverski íslamski fræðimaðurinn, Maulana Salman Hussaini Nadwi,  múslima um allan heim að ráðast á Ísrael, útrýma „þessari eiturnöðru“ og leggja Tel Aviv í rúst.

Horfa á:

Boðskapur Khalid Mashal fjórum dögum eftir blóðbaðið á Gyðingum 7. október 2023:

Skildu eftir skilaboð