Spurningar sem Hamas-vinir svara ekki

frettinHryðjuverk, Innlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Hamas eru hryðjuverkasamtök, stjórna Gasa og réðust þaðan á Ísrael 7. október í fyrra með fjöldamorð í huga. Um 1200 óbreyttir borgarar lágu í valnum og 200 gíslar voru teknir. Síðan er stríð á milli Hamas og Ísrael.

Hamas-vinir á vesturlöndum réttlæta fjöldamorðin með þeim rökum að gyðingar stálu arabísku landi.

Hvaða landi stálu gyðingar? Engu. Áður en Ísraelsríki var stofnað gekk land, þar sem nú er Ísrael, kaupum og sölum. Tyrkjaveldi hafði forræði yfir landinu fram á annan áratug síðustu aldar er Bretar tóku stjórn mála.

Oren Cahanovitc skorar á Hamas-vini í vestrinu að svara spurningunni hvaða landi var stolið en fær engin svör. Landamæri Ísrael eftir 1948 eru niðurstaða stríðsátaka þar sem sameinuðu arabaríki vildu koma gyðingaríkinu fyrir kattarnef.

Arabar vilja ekki gyðingdóm í landi sem þeir telja að eigi að vera að fullu og öllu leyti undir forræði fylgismanna spámannsins. Nær engir gyðingar búa í arabaríkjum en þeir eru töluvert margir arabarnir í Ísraelsríki og njóta þar lífsgæða sem fæstir þegnar arabaríkja þekkja til nema af afspurn.

Múslímsk trúarmenning stjórnast af stækri gyðingaandúð. Oren Cahanovitc tók saman nokkur dæmi sem ættu að vekja menn til umhugsunar um hugarfarið.

Nú má kannski segja að múslímar hafi rétt á sinni menningu og ef hún hefur horn í síðu gyðinga þá verður svo að vera. Kannski. En þá vaknar spurningin: hvers vegna styðja menn á vesturlöndum trúarmenningu sem er í algjörri andstöðu við vestrænt hugarfar?

ps. Hér að ofan er í tvígang vitnað í Oren Cahanovitc sem heldur úti you-tube rás. Tilfallandi vitnaði fyrst í hann í febrúar. Nálgun Oren á sambúðarvanda gyðinga og araba er blátt áfram og öfgalaus.

Skildu eftir skilaboð