Robert F. Kennedy Jr., sem er óháður forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum sagði í ræðu í fyrri vikur að:
„Bandarísk yfirvöld ættu að falla frá ákærunni á hendur Julian Assange og reisa þess í stað minnisvarða í Washington DC til að heiðra hetjudáð hans.“
Samkvæmt RFK Jr. stríðir ákæran á hendur Julian Assange gegn mál- og prentfrelsi Bandaríkjanna. Kennedy talaði á 2024 þingi Óháða flokksins í Washington DC á föstudaginn. Kennedy sakaði Donald Trump um að ráðast á fyrstu viðbót stjórnarskrárinnar sem tryggir málfrelsi og prentfrelsi. Kennedy sagði:
„Trump hélt áfram ofsóknum og saksókn forseta Obama á hendur Julian Assange. Assange ætti að vera fagnað sem hetju fyrir að gera nákvæmlega það sem blaðamenn eiga að gera sem er að afhjúpa spillingu stjórnvalda. Við ættum ekki að setja hann í fangelsi, við ættum að hafa minnisvarða um hann hér í Washington DC.“
Mun náða Snowden
Frændi John F Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hélt áfram að heiðra Edward Snowden sem hefur búið í Rússlandi síðan 2013 eftir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um alþjóðleg eftirlitsverkefni sem mörg hver eru rekin af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA). Kennedy kallaði Snowden hetju:
„Það sama á við um Edward Snowden, sem afhjúpaði ólöglegar njósnir NSA. Ég mun náða Edward Snowden á fyrsta degi mínum í embætti og ég mun fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange.“
Kennedy er spáð um 10,5% atkvæða samkvæmt skoðanakönnunum á tímabilinu 22. apríl til 23. maí.