Einræði alþjóðahyggjunnar og alheimsritskoðun

Gústaf SkúlasonErlent, Ritskoðun, StríðLeave a Comment

Þegar Ursala von der Leyen hélt ræðu (sjá X að neðan) eftir að vera kynnt af flokkshóp sínum til áframhaldandi setu sem forseti framkvæmdarstjórnar ESB, þá sagði hún:

„Vinir Pútíns reyna að umskrifa sögu okkar og ræna okkur framtíðinni. Þeir dreifa hatri sínu við lyklaborðið … Popúlistar, þjóðernissinnar og lýðskrumarar á ysta hægri kanti sækja að friðsamri og sameinaðri Evrópu.”

Von der Leyen lofaði því, að héldi hún embættinu myndi hún aldrei láta þessi öfl „sem vilja traðka á gildum okkar og eyðileggja Evrópu” taka yfir.

Áróður ESB leiðtoga byggir á því, að þeirra sýn sé sú eina rétta og allt annað sé popúlismi, öfga hægri og vinstri öfl og falsáróður Rússa og Kína.

Sannleiksráðuneyti ESB berst gegn „falsupplýsingum“ Rússlands og Kína

Evrópusambandið stundar ritskoðun og hefur bannað flesta opinbera miðla Rússlands í ESB. Ekki er hægt t.d. að ná RT punktur com á Internet í Svíþjóð. ESB hefur opnað sérstaka áróðursmiðstöð til að vinna gegn „falsupplýsingaherferðum” frá Rússlandi og Kína sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, tilkynnti þegar í upphafi árs 2023.

Svokölluð upplýsingamiðlunar- og greiningarmiðstöð „European External Action Service, EEAS” fylgjast með „upplýsingamisnotkun erlendra aðila” og samræmir við 27 ESB-löndin og NGO-samtaka. (NGO eru samtök og stofnanir reknar fyrir einkafé eins og Opin Samfélög George Soros). Borell sagði þá:

„Við verðum að skilja hvernig þessar falsupplýsingaherferðir eru skipulagðar … til að bera kennsl á gerendur á bak við aðgerðirnar.”

Sameinuðu þjóðirnar vinna að ritskoðun í heiminum

Um svipað leyti hélt aðalritari Sameinuðu þjóðanna António Guterres ræðu (sjá X að neðan) og kallaði eftir alþjóðlegri ritskoðun á „falsupplýsingum.” Hann sagði:

„Við munum kalla eftir aðgerðum frá öllum þeim sem geta haft áhrif gegn útbreiðslu rangra upplýsinga á internet – stjórnvöldum, eftirlitsaðilum, stefnumótendum, tæknifyrirtækjum, fjölmiðlum, hinu borgaralegu samfélagi. Stoppum hatrið. Setjum upp sterka skildi. Tökum ábyrgð á málfari sem veldur skaða.”

Frá „staðgengilsstríði” yfir í þriðju heimsstyrjöldina

Stríðsæsingur og undirbúningur þessara sjálftökufólks á stjórnun heims stefnir hraðbyri í stórfellt stríð við Rússland. Sífellt fleiri eru að vakna upp við þá martröð, að árás Hitlers og nazismans 22. júní 1941 á Sovétríkin geti endurtekið sig í dag. Enda kyrja áróðursmiðlarnir í dag nákvæmlega sömu orð og heyrðust þegar stríðsvél nasismans réðst í aðgerðinni „Barbarossa” á Sovét samanber leiðara sænska Aftonbladets sama dag 22. júní 1949 undir fyrirsögninni „Frelsistríð Evrópu”:

„Undir forystu Þýskalands fer Evrópa í stríð gegn rauða veldinu …  Enginn vafi leikur á útkomu þessa stríðs. Eigin aðgerð Þýskalands og skipulag bandamanna þýðir óyfirstíganlegan kraft til sigurs. Enginn vafi leikur heldur á því hvað Svíum finnst á þessari stundu. Ekkert er of sagt, þegar á þessum heimssögulega degi að þetta stríð muni hafa afgerandi þýðingu fyrir framtíð Svíþjóðar.” 

Miðað við stríðsundirbúning ESB og Nató gegn Rússlandi í dag mætti halda, að rykið hafi verið dustað af þessari gömlu hernaðaráætlun Hitlers sem vakin er til lífs með nákvæmlega sama áróðri og núna er beitt: „Úkraína berst fyrir lýðræðið í Evrópu, Úkraínustríðið er frelsisstríð allrar Evrópu.”

 

 

 

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð