Elon Musk gæti orðið ráðgjafi næstu Bandaríkjastjórnar

Gústaf SkúlasonErlent, TrumpLeave a Comment

Elon Musk, eigandi X og stofnandi Tesla, hefur hefur orðið þekktur sem baráttumaður fyrir tjáningarfrelsi andspænis pólitískri rétthugsun. Nú er rætt um, að hann fái stöðu í bandarísku ríkisstjórninni, ef Donald Trump vinnur forsetakosningarnar í haust.
Eftir að hann keypti Twitter (og breytti nafni þess í X) hefur Elon Musk, ríkasti maður heims, tekið skýra afstöðu gegn ritskoðun og pólitískri rétthugsun.

Hann hefur ljóstrað upp um hvernig bandaríska alríkislögreglan FBI þrýsti á fyrrverandi stjórnendur Twitter til að ritskoða færslur um starfsemi Hunter Biden, sonar forsetans. Hann hefur einnig greint frá kreppuástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Mun fá áhrif

The Wall Street Journal (WSJ) skrifar, að Musk og forsetaframbjóðandinn Donald Trump hafi orðið góðir vinir. Þeir hafa átt nokkra fundi og tala saman í síma mörgum sinnum í hverjum mánuði.

Trump er sagður hafa lýst því yfir að hann vilji hafa með Musk sem ráðgjafa í fyrirhugaðri ríkisstjórn. Á sama tíma fjárfestir Musk og milljarðamæringurinn Nelson Peltz, sem er náinn Trump, í verkefni sem koma á í veg fyrir kosningasvik í stafræna kosningakerfinu.

Engar upplýsingar hafa fengist um fyrirhugaða stöðu. Hins vegar á Trump að hafa sagt, að hann vilji að Musk fái meiri áhrif á landamæraöryggið og efnahagslífið. Musk vildi ekki tjá sig um málið við WSJ.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð