Taktu hendurnar af krossinum!

Gústaf SkúlasonErlent, TrúmálLeave a Comment

Ný skipun Rafał Trzaskowski borgarstjóra um að fjarlægja trúartákn úr ríkisbyggingum hefur vakið reiði í Póllandi. Pólskir knattspyrnuaðdáendur gagnrýna Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár, harðlega fyrir ákvörðun um að fjarlægja kross Krists úr öllum opinberum byggingum.

Borgarstjóri Varsjár, Rafał Trzaskowski, hefur valdið reiði í Póllandi með því að marka stefnu sem miðar að því að stuðla að „jafnrétti“  opinberra bygginga höfuðborgarinnar. Þessi tilskipun bannar að krossar og önnur trúartákn séu sýnd innan ríkisbygginga „sem og á borðum starfsmanna.“

Á meistaraleik í fótbolta milli Legia Warsaw og Zagłębie Lubin á laugardaginn sýndu aðdáendur Varsjárliðsins borða með skilaboðum til Trzaskowski borgarstjóra. Á borðanum stendur

„Taktu hendurnar af krossinum Trzaskowski!“

Pólskir borgarar og íhaldsmenn halda því fram, að kross Krists sé ekki aðeins trúartákn heldur einnig óaðskiljanlegur hluti af pólskri sjálfsmynd.

Þessi nýja stefna hefur vakið heitar umræður um veraldlegt eðli ríkisins, þar sem andstæðingar halda því fram að verið sé að afmá menningarleg tákn í nafni hlutleysis og jafnréttis. Stuðningsmenn borgarstjórans halda því fram að nauðsynlegt sé að viðhalda „veraldlegu starfsumhverfi.“

Vinstrimenn hafa sérstaklega sterkar skoðanir á þessu og tala fyrir ströngum aðskilnaði ríkis og kirkju.

Málið vakti athygli Alþjóða Málfrelsissambandsins sem fjallaði mikið um málið. Í færslu á samfélagsmiðlinum X (sjá að neðan)er vitnað til sambandsins og Pólland harðlega gagnrýnt fyrir að taka upp „vók-vinnubrögð.“ 

 

 

Skildu eftir skilaboð