Íranar vísa á bug upplýsingum um að þeir starfi með glæpagengjum í Svíþjóð til að ráðast á ísraelsk skotmörk t.d. ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi.
Ísraelska leyniþjónustan Mossad fullyrðir, að Íran starfi með glæpahópunum Rumba og Foxtrot í Svíþjóð og leiðtogum þeirra Rawa „Kurdish Fox“ Majid og Ismail „Strawberry“ Abdo.
Að sögn Mossad var það Foxtrot sem stóð að baki því, að handsprengju var varpað yfir girðingu ísraelska sendiráðsins í Stokkhólmi í janúar. Rumba glæpaklíkan er sögð hafa staðið fyrir skotárás fyrir utan sendiráðið í maí.
Sænska leyniþjónustan Säpo hefur staðfest, að Íran sé í samstarfi við glæpahópa í Svíþjóð. Íranar neita hins vegar þessum upplýsingum. Á vefsíðu sinni skrifar íranska sendiráðið að fréttirnar séu „falskur uppspuni“ sem Mossad dreifir. Sendiráðið skrifar:
„Á tímum þegar glæpir, ómannúðleg hegðun, þjóðarmorð og hræðilegar og skammarlegar aðgerðir ísraelsku barnadrápsstjórnarinnar gegn saklausu palestínsku þjóðinni hafa komið öllum heiminum í opna skjöldu og sært hjörtu alls frjálsra fólks, þá hafa því miður sumir sænskir fjölmiðlar birt falskar og tilbúnar yfirlýsingar gegn Íslamska lýðveldinu Íran, sem byggjast á röngum og tilhæfulausum fullyrðingum hinnar hrottalegu ísraelsku stjórn.“