Trump fundin sekur í 34 kæruliðum sem varða fangelsi í allt 136 ár

Gústaf SkúlasonErlent, Trump3 Comments

Donald Trump var í gær fundinn sekur á öllum 34 kæruatriðum sem hvert fyrir sig geta varðað fangelsi í 4 ár. Samtals 134 ár. Juan Merchan dómarin sagði við kviðdómendur sem sögðu Trump sekan, að hann „dáðist að niðurstöðu og harðri vinnu kviðdómsins.” Það tók kviðdóminn ekki langan tíma að sameinast um niðurstöðuna eftir að Merchan hafði leiðbeint þeim, hvernig þau ættu að fara að því. Var kviðdómendum gefin þrjú „afbrotasvið” og þurfti ekki neitt samkomulag um á hvaða sviði Trump hefði gerst brotlegur (bara að hann hefði gerst brotlegur):

1. Brot á alríkiskosningalögum (sem enginn í réttarsalnum kannast við og dómarinn kom í veg fyrir að Brad Smith gæti borið vitni um).
2. Fölsun viðskiptagagna
3. Skattabrot

Dómsstóllinn í New York hefur ekki leyfi til að taka ákvörðun í málum alríkisins og því er fyrsta sviðið ekki á þeirra höndum. Engu að síður var málunum blandað saman í réttarhöldunum. Núna mun dómstóllinn ákveða fangelsisrefsingu fyrir Donald Trump og er búist við endanlegum dómi 11. júí n.k.

Búist er við að Trump kæri dóminn til Hæstaréttar og mun hann halda blaðamannafund síðar í dag. Svo mikið álag varð á heimasíðu Trumps eftir að niðurstaða kviðdómsins var tilkynnt, að heimasíðan hrundi. Stuðningsmenn flykktust inn á síðuna meðal annars til að greiða í kosningasjóð Trumps.

Mikil reiði hefur brotist út meðal hátt settra embættismanna og aðallega þingmanna repúblikanaflokksins eins og sjá má á nokkrum dæmum hér að neðan.

 

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá kosningamynd Trumps:

https://x.com/MAGAIncWarRoom/status/1796188943743889572

 

 

 

 

author avatar
Gústaf Skúlason

3 Comments on “Trump fundin sekur í 34 kæruliðum sem varða fangelsi í allt 136 ár”

  1. The deep state eins og það er kallað er búið að grafa sína eigin gröf, nú er búið að setja fordæmi. Obama, Killary, Biden og fleiri svokallaðir leiðtogar munu enda í gitmo eða fá dauðarefsingu fyrir mannsal, barnaníð og fleira sem þessir djöflar hafa gert. Trump verður forseti aftur.

  2. Vonandi endar hann sína ævi í fangelsi þar sem hann á svo sannarlega skilið.

  3. Það verður gaman að sjá tárin hjá Einari þegar Trump verður forseti.

Skildu eftir skilaboð