Joe Biden beintengdur viðskiptum Hunter – skrifaði meðmælabréf fyrir son viðskiptafélaga

frettinErlent1 Comment

Hunter Biden hneykslið í Bandaríkjunum verður sífellt erfiðara fyrir Merrick Garland dómsmálaráðherra þar sem framkomin gögn stangast á við fullyrðingar Joe Biden forseta um þátt hans í viðskiptum sonarins, Hunter Biden.

Þessi staða versnaði enn frekar fyrir nokkrum dögum þegar Fox News sagði frá því að árið 2017 hefði Joe Biden skrifað háskóla meðmælabréf fyrir son kínversks framkvæmdastjóra sem var í viðskiptasambandi við Hunter Biden.

Biden forseti hefur lengi neitað allri vitneskju eða þátttöku í viðskiptum sonar síns - fullyrðingu sem hefur ekki aðeins stangast á við tölvupósta sem fundist hafa á fartölvu Hunter Biden heldur líka við yfirlýsingar frá Hunter Biden sjálfum.

Meðmælabréf til háskóla í Bandaríkjunum

Meðmælabréfið var fyrir son forstjóra BHR Jonathan Li. Fyrirtækið BHR er áberandi í hneykslinu í kringum Biden fjölskylduna og það var í sameiginlegu verkefni með fyrirtæki Bidens, Rosemont Seneca. Hunter átti 10% hlut í BHR og þrátt fyrir að hann héldi því fram að hann hefði selt hlut sinn átti hann enn hlutabréf á síðasta ári.

Fox News Digital komst yfir tölvupósta á milli Hunter Biden og viðskiptafélaga hans, þar á meðal einn dagsettan 3. janúar 2017, sem sendur var til Hunter Biden og viðskiptafélaga hans Devon Archer og Jim Bolger, forstjóri BHR Jonathan Li skrifar í póstinum:

„Herrar, meðfylgjandi er ferilskrá sonar míns, Chris Li. Hann sækir um í eftirfarandi háskóla fyrir þetta ár," skrifar Li og skráir Brown háskóla, Cornell háskóla og New York háskóla.

Samstarfsmaður Hunter, James Bulger, svarar og skrifar „Við skulum sjá hvernig við getum verið hjálpleg hérna fyrir Chris.

Nokkrum vikum síðar, 18. febrúar 2017, svaraði Eric Schwerin, sem starfaði sem forseti Rosemont Seneca, Chris Li. Schwerin segir „Jonathan, Hunter bað mig að senda þér afrit af meðmælabréfinu sem hann bað föður sinn [innsk. blm. Joe Biden]að skrifa fyrir hönd Christopher fyrir Brown háskólann.

Garland dómsmálaráðherra hunsar enn að hefja spillingarrannsókn

Það er undarlegt hvernig Garland dómsmálaráðherra getur hunsað ógrynni tilvísana í Joe Biden þegar hann neitar að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka spillingu tengda Biden.

Bein tilvísun tölvupósts í Joe Biden er frávik frá venju í þessum samskiptum. Fólki var greinilega sagt að forðast að vísa beint til Biden forseta. Í einum tölvupósti fékk Tony Bobulinski, þá viðskiptafélagi Hunter, fyrirmæli frá félaga Bidens, James Gilliar, að tala ekki um tengingu fyrrum varaforsetans við nein viðskipti: „Ekki nefna að Joe sé með, það er aðeins þegar þú ert augliti til auglitis, ég veit að þú veist það en þeir eru ofsóknaróðir.

Þess í stað vísa tölvupóstarnir greinilega til Biden forseta með dulnöfnum eins og „Celtic" eða „stóri gaurinn. Í einu er talað um að „stóri gaurinn hafi mögulega fengið 10% ágóða vegna samnings við kínverskt orkufyrirtæki; Í öðrum tölvupóstum er vísað til þess að Hunter Biden greiddi hluta af útgjöldum föður síns og skatta.

Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Biden forseta um að hann vissi ekkert um þessi viðskipti, hefur Bobulinski sagt að hann hafi persónulega átt fundi með hinum eldri Biden til að ræða viðskipti Hunter Biden. Bobulinski hafði verið ráðinn af fjölskyldunni til að sjá um þessa samninga.

Eins og Fréttin fjallaði um hér hefur Hunter Biden fengið háar greiðslur frá Kína.

Þegar Joe Biden var varaforseti 2013 flaug hann til Kína á Air Force Two með Hunter Biden. Hunter sá svo til þess að faðir hans fundaði með sumum af viðskipfélgögum hans í ferðinni. Fjárhagsleg tengsl Hunter Biden í kínversku fjárfestingarfyrirtæki, BHR Partners, voru síðan skráð innan við viku frá þessari ferð 2013. Samt fullyrðir Biden forseti ítrekað að hann hafi aldrei rætt slík viðskipti við son sinn, fullyrðingar sem Hunter Biden hefur meira segja andmælt.

Fjöldi þakkarpósta frá viðskiptavinum vegna funda með Joe Biden

Það eru til tölvupóstar frá úkraínskum og öðrum erlendum viðskiptafélögum sem þakka Hunter Biden fyrir að koma á fundi með föður hans. Það eru til myndir frá kvöldverðum og fundum sem tengja Biden forseta við þessar pósta, þar á meðal frá kvöldverði árið 2015 með hópi rússneskra og kasakskra viðskiptavina Hunter Biden.

Dómsmálaráðuneytið ekki enn heimilað skipun sérstaks saksóknara

Samkvæmt lögum er heimilt að skipa sérstakan saksóknara þegar það er í þágu almannahagsmuna og „rannsókn eða lögsókn á þann einstakling eða mál rekið af hálfu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna myndi valda hagsmunaárekstrum fyrir dómsmálaráðuneytið aðrar óvenjulegar aðstæður.

Það er ekki aðeins vísað til núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, sem þann sem hagnaðist í í sumum viðskiptanna, heldur var hann nefndur sem einn af þeim sem ætlað var að deila skrifstofu sem kostuð var af Kínverjum sem og þá átti hann að móttaka fé frá sameiginlegum reikningum.

Tölvupóstarnir vegna meðmælabréfsins til háskólanna sína að Joe Biden hefur verið, í eigin persónu, að aðstoða einn af þessum erlendu viðskiptafélögum og því hefur hann verið beintengdur viðskiptum Hunter Biden.

Heimild.

One Comment on “Joe Biden beintengdur viðskiptum Hunter – skrifaði meðmælabréf fyrir son viðskiptafélaga”

Skildu eftir skilaboð