Milljóna dollara greiðslur frá Kína til sonar Bandaríkjaforseta

frettinErlent1 Comment

Þann 28. mars og 29. mars sl. kynntu öldungadeildarþingmennirnir Chuck Grassley og Ron Johnson gögn í öldungadeild Bandaríska þingsins sem staðfesta greiðslur Kínverja til, Hunter Biden, sonar Bandaríkjaforseta.

Eitt gagnið sýndi 100.000 dollara greiðslu, 4. ágúst 2017, til Owasco, eins af fyrirtækjum Hunter Biden, frá CEFC China Energy, fyrirtæki sem nú er hætt, sem var nátengt kínversku ríkisstjórninni.

Annað sýndi millifærslu upp á 5 milljónir dollara, 8. ágúst 2017, til Hudson West, fyrirtækis sem Hunter Biden fjárfesti í og ​​stýrði, frá Northern International Capital, fyrirtæki sem var í samstarfi við hið kínverska CEFC. Öldungadeildarþingmennirnir sýndi líka samning þar sem fram kom að 500.000 dollarar fóru beint til Hunter Biden sem „einnar greiðslu þjónustugjald.“

Tvö önnur sýndu eina milljón dollara greiðslu, 30. nóvember 2017, sem hið kínverska CEFC greiddi til Hudson West og millifærslu upp á eina milljón dollara, 22. mars 2018, frá Hudson West til Owasco, þar sem peningarnir virtust fara til Hunter Biden í þeim tilgangi að koma fram fyrir hönd Patrick Ho, kínversks kaupsýslumanns sem hefur hjálpað hinu kínverska CEFC við að ná forskoti í viðskiptaheiminum með mútugreiðslum.

Þessi gögn eru aðeins hluti fleiri gagna sem „sýna óneitanlega sterk tengsl milli Biden fjölskyldunnar og kommúnistanna í Kína,“ sagði Grassley.

Rannsóknin staðið yfir í mörg ár

Í mörg ár hafa Grassley og Johnson rannsakað Hunter Biden, sem er núna líka undir alríkisrannsókn sem skilaði sér í skýrslu árið 2020 þar sem afhjúpuð voru tengsl Hunter Biden við kínverskra ríkisborgara sem tengjast kínversku ríkisstjórninni og hernum.

Þeirra á meðal er Ye Jianming, kínverskur olíujöfur sem stofnaði CEFC. Frá því kínversk stjórnvöld hófu rannsókn á honum árið 2018 hefur hann ekki sést.

Öldungadeildarþingmennirnir komust að því að Hunter Biden hafði grætt milljónir dollara á Ye og fyrirtæki hans og milljónir til viðbótar frá Dong Gongwen viðskiptafélaga Ye. Hunter Biden stóð í nánu samband við Ye og var t.d. fyrsti gesturinn í nýrri íbúð kínverska kaupsýslumannsins. Þá hafa komið fram gögn sem sögðu Joe Biden núverandi forseta og Dong vera „skrifstofufélaga.“
Andrew Bates, sem á þeim tíma var fulltrúi forsetaframboðs Joe Biden, sagði í sínum tíma að með rannsókn öldungadeildarinnar væri verið að nota peninga skattgreiðenda til að stunda „árás byggða á löngu afsannaðri, samsæriskenningu hægrimanna. Þessi sami Bates er nú talsmaður Hvíta húss, Joe Biden forseta.

Byggir að mestu á gögnum frá tíma Obama-stjórnarinnar

Grassley sagði að þessi nýja skýrsla væri að miklu leyti byggð á gögnum frá Obama-stjórninni, þegar Joe Biden var varaforseti, og næstum tugi viðtala við embættismenn.

Grassley sagði að hann og Johnson „gerðu það sem sérhver góður rannsakandi myndi gera: við söfnuðum enn fleiri gögnum til að sanna að allt þetta fólk hefði rangt fyrir sér.

Öldungadeildarþingmennirnir sögðust stefna að því að birta enn fleiri gögn.

„Bankagögnum eins og þessum er erfitt að afneita og sópa undir teppið,“ sagði Johnson og fullyrti að skjölin sýni spillingu og hagsmunaárekstra sem gætu skaðað Joe Biden forseta.

„Sönnunargögnin eru vafalaus og þeim fjölgar.

Hvorki lögmaður Hunter Biden eða fulltrúi Bandaríkjaforseta svöruðu fyrirspurnum The Epoch Times um athugasemdir við þessi gögn þegar eftir því var leitað.

Hunter Biden tengist einnig Úkraínu

Þessu til viðbótar þá fjallaði Fréttin fyrir skömmu um fjárhagsleg tengsl Hunter Biden í Úkraínu sem og tengsl hans við ólígarkann Ihor Kolomoyskyi

Þá er Hunter Biden einnig grunaður um að hafa komið að fjármögnun lífefnarannsóknarstofa í Úkraínu, eins og Fréttin fjallaði um hér.

Umfjöllun The Epoch Times

One Comment on “Milljóna dollara greiðslur frá Kína til sonar Bandaríkjaforseta”

Skildu eftir skilaboð