„Að þegja yfir morðinu á Gonzo Lira er að vera samsekur um dauða hans og dauða allra blaðamanna sem sækjast eftir sannleikanum, jafnvel þótt það sé í andstöðu við megin söguþráðinn.“
Scott Ritter, fyrrum vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, og foringi í njósnasveit bandarískra landgönguliða í stríðinu fyrir botni Persaflóa, segir Gonzalo Lira López, hafa verið myrtan.
Gonzalo Lira er 54 ára Bandaríkjamaður/Chilebúi og hefur búið í Úkraínu í mörg ár, og frá upphafi innrásar Rússa í landið, hefur hann flutt fréttir frá borginni Kharkiv þar sem hann bjó.
Ekkert hefur spurst til Gonzalo frá því á föstudaginn 15. príl SL. Hann átti að koma fram í George Galloway spjallþættinum 17. apríl en mætti ekki og ekki náðist í hann.
Scott Ritter sem var nýlega í viðtali hjá Gonzalo, sem sjá má hér, segir Gonzalo hafa verið myrtan af herdeild Azov Battalion.
Twitter lokaði fyrir nokkrum vikum á Sott Ritter eftir að hann setti inn færslu um að alþjóðalögreglan í Úkraínu hafi framið fjölda glæpa í Bucha og að Joe Biden Bandaríkjaforseti væri að reyna flytja ábyrgðina yfir á Rússa og hjálpa til við glæpina.
Um morðið á Gonzalo segir Scott Ritter:
„Að þegja yfir morðinu á Gonzo Lira er að vera samsekur um dauða hans og dauða allra blaðamanna sem sækjast eftir sannleikanum, jafnvel þótt það sé í andstöðu við megin söguþráðinn.“
3 Comments on “Scott Ritter segir blaðamanninn Gonzalo Lira hafa verið myrtan af Azov Battalion”
Sorglegt.
Vitanlega ekki múkk um þetta hjá rúv “okkar allra”.
Þetta er nú meira bullið. Ég er viss um að hann dúkkar upp eins og Lúkás hundræfill forðum.