Elon Musk ætlar að kaupa „fangaeyjuna“ Ástralíu og frelsa fólkið

frettinErlent1 Comment

Milljarðamæringurinn Elon Musk sem hefur nýlega lokið kaupum á samfélagsmiðlinum Twitter segist nú ætla að kaupa fangaeyjuna Ástralíu og frelsa íbúa álfunnar.

Stuttu eftir að kaup Elon Musk á Twitter gengu í gegn var opnað fyrir aðgang margra sem Twitter hafði lokað á, þar á meðal bandaríska þáttastjórnandann Carlson Tucker sem var settur í bann fyrir að tala um transkonuna og aðstoðarheilbrigðisráðherrann, Rachel Levine, sem karlmann.

Carlson hefur bætt við sig 170.000 fylgjendum á þremur dögum, síðan honum var hleypt aftur inn á Twitter. Annar sem hefur snúið aftur á vettvanginn er lögmaðurinn og útvarpsmaðurinn Mark Levin.

Fjöldi manns hefur undanfarið beðið Musk um að kaupa einnig ýmislegt annað, t.d. Evrópusambandið, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), Hvíta húsið, Kanada o.fl.

Þá eru menn líka að prófa nýja miðilinn með því að nota orð eins og Ivermectin til að kanna viðbrögð miðilsins undir nýrri stjórn.


One Comment on “Elon Musk ætlar að kaupa „fangaeyjuna“ Ástralíu og frelsa fólkið”

  1. Elon Musk er, eins og einhver hefur nefnt, sennilega ekkert annað en tölfufîgúra sem gæti ekki einu sinni vaknað àn rafmagns.

Skildu eftir skilaboð